Saga - 1994, Page 312
310
RITFREGNIR
nafni fyrri bæjar eða fengið nýtt nafn. Þá hljóta fornleifar að vera þar á tveimur
byggðastöðum. Tengsl nafna og minja eru alls ekki vandkvæðalaus.
I aldanna rás hafa orðið til ritheimildir af ýmsu tagi hjá ýmsum aðilum,
heimildir sem nefna bæi og byggðir. Tilgangur lista og skráa sem nefna slíkt
er mismunandi, nú er t.d. til skattskrá, símaskrá, fasteignaskrá, póstnúmera-
skrá o.s.frv. Það fer alveg eftir eðli hverrar heimildar hvort eða hvernig hana
er unnt að nota til að svara tilteknum spurningum. Þannig er mjög erfitt að sja
hvað höfundur er að fara á bls. 16-17, en þar er skrám og heimildum fra
ýmsum öldum og af ýmsu tagi teflt saman í eina töflu. Þarna er ýmislegt afar
ósambærilegt og til þess eins fallið að blekkja lesandann. Þessi meðferð hinna
rituðu heimilda er gagnrýnislaus og lítt viðunandi.
Eyjafjallasveit er langstærsta rannsóknarsvæðið sem fjallað er um í ritinu.
Þar hefur höfundur merkt inn á kort meira en 130 minjastaði. I Berufirði eru
minjastaðir sem höfundur hefur kannað færri en tuttugu, en í Skagafirði eru
þeir rúmlega fimmtíu talsins.
Það verða lesanda því vonbrigði að ekki skuli fjallað ýtarlegar en raun ber
vitni um byggðaleifar í Eyjafjallasveit. Tvö kort eru lögð fram yfir Eyjafjalla-
sveit (bls. 48^49 og 52-53) sem erfitt er að átta sig á því að á þeim eru engm
nöfn. Ógerningur er fyrir lesandann að ráða í hvernig kortin eru unnin eða
hversu áreiðanleg þau eru. í lok ritsins kemur fram að höfundur hefur talið
áttatíu minjastaði sem hann álítur vera eftir eyðibæi í Eyjafjallasveit (bls. 178).
Nær þessu heildarefni, byggðaleifum í Eyjafjallasveit, kemst lesandinn ekki
en höfundur vísar í handrit eftir sjálfan sig sem varðveitt verði í Þjóðminja-
safni Islands (bls. 51 neðanmáls).
Það gildir raunar einnig um öll önnur yfirlitskort yfir rannsóknasvæðm i
ritinu (bls. 54, 69 og 70; bls. 109 og 110) að þau eru í svo stórum mælikvarða að
líklega er ógerningur að ganga á rústirnar eftir þeim. Þetta hlýtur að teljast
nokkur galli því að fengur væri í sem nákvæmastri staðsetningu.
Nú á rit þetta að fjalla um „eyðibæi" (abandoned farms), ekki eyðisel, leifar
af beitarhúsum, stekkjum eða öðrum áheldum, heytóftum, görðum eða öðru
því sem sjást kann af öðrum minjum og mannvirkjum. En ekki útskýrir höf-
undur hvers vegna hann hefur valið „bæi" (farms) til athugunar umfram aðr-
ar byggðaleifar. í Eyjafjallasveit kýs höfundur að taka sérstaklega frá þ*®1"
byggðaleifar sem hann telur vera eftir sel en ekki bæi og fjalla um þær annars
staðar en í þessu riti (bls. 28 og 30). Hið sama gildir um Berufjörð (bls. 71)-
Hins vegar virðist allt fá að fljóta með úr Skagafjarðardölum, bæir, sel og raun
ar fleira.
Höfundur virðist telja allar þær byggðaleifar „bæi" sem einhvern tíma eru
kallaðar „bæir" í rituðum heimildum án tillits til þess hversu áreiðanlegar þ®r
heimildir eru.
Yfirborðsmæling á minjastöðum veitir takmarkaðar upplýsingar um ec
þeirra leifa sem skráðar eru. Sundurgreining minjanna í sel, bæi eða eitth
annað á grundvelli slíkra athugana eingöngu er oft næsta hæpin og stundum
augljós botnleysa. Litlar prufuholur, þar sem fram kemur skipan jarð- °b
gjóskulaga, veita ekki nema mjög lítið sýnishorn af tímatali viðkoman
minja. Slíkur vitnisburður er auðvitað ótryggur um fornleifar í heild á hver)