Saga - 1994, Síða 314
312
RITFREGNIR
Guðjón Friðriksson: LJÓNIÐ ÖSKRAR. SAGA JÓNASAR
JÓNSSONAR FRÁ HRIFLU III. Iðunn. Reykjavík 1993. 354
bls. Myndir, skrár.
Að Ioknum lestri bindanna þriggja um Jónas Jónsson er mér efst í huga að
þakka höfundi fyrir góða skemmtun og heilmikinn fróðleik samfara þarflegri
upprifjun löngu liðinna og hálfgleymdra atvika úr sögu Iands og þjóðar.
Þegar ég fór að fylgjast með fréttum, lesa dagblöð og hlusta á útvarpið, var
Jónas frá Hriflu einn af föstu punktunum í tilverunni. Hann sjálfur, athafnir
hans, orð og áform var daglegt umræðuefni fólks og blaða. Ég tala nú ekki um
það gagnmerka blað Spegilinn, blessuð veri minning hans og Páls Skúlasonar
ritstjóra. Arum saman var enginn maður Speglinum þvílík náma af ódauðlegu
efni sem Jónas.
Meðan Jónas var og hét var honum ýmist formælt eða hann var hafinn til
skýjanna. Ég þekkti og umgekkst fólk af báðum sauðahúsum, aðdáendur hans
og andskota. Ég þori að fullyrða að enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur
svo rækilega megnað að skipta fólki þannig í tvo hópa. Engum með öllum
mjalla og óskerta greind stóð á sama um hann.
Allt frá 1845 höfum við haft íslenska stjórnmálamenn okkar á meðal, meira
og minna áberandi, og mætti sjálfsagt greina þá á marga vegu, t.d. eftir því
hversu snjallir þeir voru, vinsælir, duglegir, farsælir, stöðuglyndir eða sveigj-
anlegir - og skemmtilegir. Þetta er allt eða ætti að vera óviðkomandi því hvar í
flokki þeir hafa staðið.
Sú var tíðin að margir mátu stjórnmálamenn mjög eftir því hvernig þeú
stóðu sig í kappræðum á fundum eða í útvarpsumræðum. Einnig kom þá til
álita hversu slyngir þeir voru á ritvellinum. Mínir jafnaldrar muna sjálfsagt
margir eftir köppum eins og Ólafi Friðrikssyni, Ólafi Thors, Haraldi Guð-
mundssyni, Héðni Valdimarssyni, Sveinbirni Högnasyni, Einari Olgeirssyni,
Thor Thors, Gunnari Thoroddsen og síðast en ekki síst - Jónasi Jónssyni.
Allt voru þetta harðskeyttir fundamenn, mælskir, hugmyndaríkir, orðheppn-
ir og sumir svo fyndnir eða háðskir að af bar.
Vitaskuld voru þeir umdeildir meðan þeir voru og hétu, og sjálfsagt hafa
þeir naumast notið sannmælis fyrr en í fyrsta lagi eftir að þeir voru horfnir af
sviðinu. Það er nefnilega alkunna að pólitískir andstæðingar meta sjaldnast eða
kannast við jafnvel augljósustu kosti andstæðinga sinna.
Á hátindi ferils síns var Jónas af samherjum sínum talinn afbragð annarra
manna að vitsmunum, þekkingu, hugmyndaauðgi, andríki og hverju eina
sem prýða mátti landsföður. Samtímis var hatur andstæðinganna á honum svo
hemjulaust að engu tali tekur. Þó gegnir það ef til vill mestri furðu, að baeð'
þessi sjónarmið áttu nokkurn rétt á sér. Annað undrunarefnið er, hversu menn
hlupu í þessu tilliti oft öfganna á milli. Einn daginn hófu þeir hann til skýj'
anna, sem næsta dag viðurkenndu ekkert jákvætt í fari hans. Og þá voru þeir
komnir undir merki hans, sem fyrir skemmstu höfðu talið hann Klepptækan-
Það er einn helsti styrkur umræddra bóka Guðjóns Friðrikssonar hversu