Saga - 1994, Side 315
RITFREGNIR
313
honum tekst að sýna þennan undarlega samsetta mann, sem átti svo merki-
legan feril, samtímis eða sitt á hvað og á sannfærandi hátt yfirburði hans í einu
tilliti en undarlega þverbresti eða hreina vöntun í öðru.
Að lestri loknum er ég sannfærðari um það en nokkru sinni, að það sem öllu
öðru fremur hélt Jónasi uppréttum, þegar fyrri samherjar hans höföu snúið við
honum baki og hrakið hann í eins konar útlegð, og það sem einkum léði hon-
um reisn í ellinni, var ósvikið skopskyn og makalaus kímnigáfa, sem svo
margir Islendingar hafa farið á mis við. Sú guðsgjöf virðist aldrei hafa brugðist
honum stundinni lengur, hversu mjög sem honum svall móður.
Þriðja og síðasta bindi Jónasarsögu fjallar um feril hans frá því að hann var
horfinn úr ríkisstjórn og ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar tekið við af ráðuneyti
Tryggva Þórhallssonar, og það sem síðan dreif á dagana uns yfir lauk. Þetta
var geysiviðburðaríkt tímabil, hvort sem litið er á sögu Framsóknarflokksins,
Islands eða alls heimsins. Heimskreppan mikla skall á og reið húsum, Fram-
sóknarflokkurinn klofnaði, þjóðstjórnin komst á að afstaðinni gengisfellingu
'slensku krónunnar, heimsstyrjöldin síðari reið yfir, Danmörk hernumin af
Þjóðverjum og síðan ísland af Bretum, deilur Jónasar við listamenn geisuðu,
lýðveldið var stofnað, kalda stríðið skall á, Keflavíkursamningurinn var gerður,
nýsköpunarstjórnin Ieið undir lok og Jónas hvarf af Alþingi. Þá upphófst
langvinnt eintal hans í Ófeigi.
Það er áberandi hversu margir íslenskir stjórnmálaforingjar hafa hnigið í
valinn gersamlega að niðurlotum komnir, sumir í fullu starfi, aðrir nýlega sest-
lr 1 helgan stein og þá oftar nauðugir en viljugir. Nægir að minna á Jón Sig-
urðsson, Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson, Skúla Thoroddsen, Hannes Haf-
stein, Jón Magnússon, Jón Þorláksson, Tryggva Þórhallsson, Magnús Guð-
mundsson, Jón Baldvinsson, Sigfús Sigurhjartarson og Ólaf Thors.
Sem betur fer hafa aðrir enst betur, og nefni ég þá sem dæmi dr. Valtý Guð-
Wundsson, Sigurð Eggerz, Harald Guðmundsson, Stefán Jóh. Stefánsson,
Brynjólf Bjarnason, Einar Olgeirsson, Hannibal Valdimarsson og Eystein Jóns-
son. Af núlifandi mönnum koma mér helst í hug Lúðvík Jósepsson og Gylfi
P- Gíslason.
Jónas hvarf vafalaust sárnauðugur af þingi og úr stjórnmálaslagnum. En
Þá naestu tvo áratugi, sem hann átti þá ólifað, naut hann þess á marga vegu að
fylgjast utan vettvangs með leiknum, dást að því sem honum fannst vel af sér
Vlkið, en einnig að henda gaman að klúðri og vindhöggum þeirra, sem honum
var mest í nöp við.
hrá skammvinnum kynnum af Jónasi á ævikvöldi hans er mér minnisstæð-
astur lifandi áhugi hans á byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, sem
Pa var hægt og bítandi að þokast upp, og mér liggur við að segja óhugnanlegt
atur hans á þeim, sem lagst höfðu á móti kirkjusmíðinni.
Enn fremur makalaus persónufróðleikur hans og áhugi á lífi og starfi þeirra
eir>staklinga, sem hann taldi að átt hefðu öðrum meiri þátt í að móta gang
Sogunnar eða framvindu mála. Hann var sannfærður um að það væri órækur
vottur um andlegan sljóleika og afturför íslenskra eða að minnsta kosti reyk-
Vlskra ungmenna, þegar þau könnuðust fæst lengur við öndvegismenn eins
°g Torfa í Ólafsdal eða Markús Bjarnason. Kom fyrir ekki, þó að ég reyndi að