Saga - 1994, Qupperneq 316
314
RITFREGNIR
bera í bætifláka fyrir krakkana og benti á ýmislegt annað, sem væri þeim hug-
leiknara og þau hefðu merkileg tök á. Mælikvarðinn skyldi vera sá að vita
deili á sem flestum þeirra, sem mest kvað að í upphafi yfirstandandi aldar og
viðurkenna þakkarskuldina við þá. Þetta var fjallgrimm sannfæring manns-
ins, sem öðrum fremur hefur mótað söguþekkingu og söguskilning núlifandi
Islendinga.
Eg minnist þess eitt sinn, þegar ég fékk Stefán heitinn Pétursson til þess að
Iesa yfir og gagnrýna nokkra söguþætti, sem ég hafði snúið saman. Að lestri
loknum sagði Stefán brosandi: Þú ert sami nationalistinn og aðrir lærisveinar
Jónasar. Ég varð víst hálf hvumsa við, en mátti annars minnast þess, þó að far-
ið væri að fenna í slóðina, að á sínum tíma átti íslandssaga Jónasar sinn þátt í að
vekja hjá mér áhuga á sögu. Og lengi býr að fyrstu gerð, þó að ég hafi síðar
eins og fleiri fundið að því sem kallað hefur verið einstrengingslegur
þjóðernishroki kynslóðarinnar, sem mótaðist síðasta áfangann í sjálfstæðisbar-
áttunni.
Tök Guðjóns á sögu Jónasar og ferli, óhlutdrægni hans, hæfileg hrifning
tempruð af umburðarlyndi, hefur skilað verki sem ég ætla að á þessari stundu
sé mætavel samboðið minningu Jónasar og því tímabili, sem hann setti svo
mikinn svip á.
Það mun hafa verið nálægt 1950 að þau atvik urðu, sem miðaldra fólki og
eldra fannst þá lyginni líkust. Blaðsölubarn eitt gekk fram og aftur í Aust-
urstræti og hrópaði fullum hálsi: Ófeigur eftir ]ón Jónsson á Hreyfli'. Þvílíkt og
annað eins hefði engan getað hent 10-20 árum áður. En svona eru menn fljótir að
gleyma. Naumast hefur umrætt blaðsölubam kannast við Torfa í Ólafsdal eða
Benedikt á Auðnum eða látið sig nokkru skipta hvom megin hryggjar þeir
húktu.
Hitt er líka merkilegt tímanna tákn, að nú er vaxin úr grasi kynslóð sagn-
fræðinga, sem getur fjallað um Jónas frá Hriflu, samtíð hans og störf, án þess
að missa við það ráð og rænu.
Það er næstum eins og til málamynda, sem mig langar að hreyfa athuga-
semdum við fáein smáatriði í þriðja bindi Jónasarsögu.
A bls. 166 segir að þeir Vilmundur Jónsson og Guðbrandur Magnússon hafi
verið systkinabó'rw. Systkinasyn/r væri víst nær lagi.
Á bls. 227 er fjallað um þá sögulegu og umdeildu samþykkt, þegar Alþingi
framlengdi umboð sitt um ótiltekinn tíma 1941. Á móti greiddu einungis at-
kvæði þrír þingmenn sósíalista (kommúnistarnir á þingi) og Páll Zophonías-
son. Vilmundur Jónsson mun hafa greitt samþykktinni atkvæði, en að svo
búnu sagði hann af sér. Hann átti ekki afturkvæmt á þing, eins og þar stend-
ur, enda gaf hann ekki framar kost á sér til setu þar.
Á bls. 275 segir að Ingvar Pálmason hafi orðið að standa upp fyrir Eysteini
Jónssyni, þegar hinn síðarnefndi féll fyrir Lúðvík Jósepssyni sumarið 1946-
Þetta er fulldjúpt tekið í árinni. Ingvar dó 1947, og þá kom Eysteinn aftur á
þing sem varamaður hans.
Á bls. 279 segir að „valdamiklir bandarískir þingmenn [hafi] ákveðið að
Bandaríkin þyrftu að hafa herstöðvar á íslandi eftir stríð." Ég held menn