Saga - 1994, Page 318
316
RITFREGNIR
1976) og er enn notuð, en 1985 kom bók Ásgeirs Ásgeirssonar út hjá Iðnskóla-
útgáfunni en fékk nær enga útbreiðslu. Reiri dæmi má taka. Báðar þær bækur
sem ég nefni hér voru frumsamdar sem er óneitanlega kostur, því þá geta
höfundar leitað margra fyrirmynda, lagað bækurnar að því nýjasta sem gerist
víða um lönd, látið tilraunakenna þær og haft sjónarhornið með þeim hætti
sem hentar leitandi Islendingum. Það að þýða bækur er áhættusamt, sérstak-
lega þar sem útgefendur og höfundar erlendis eru tregir til að leyfa þýðend-
um að staðfæra eða endursemja kafla sem kunna að vera úreltir eða litaðir af
skoðunum sem við teljum ekki rétt að láta ríkja. En vitaskuld munu tíminn og
notendur dæma bækurnar harðar og vonandi réttlátar en nokkur ritdómur.
Bókaröðin sem Iðnú valdi að þýða úr er ef ég veit rétt önnur tveggja sem
danskir kennarar hafa getað valið úr um skeið. Þar í landi er mikið frjálslyndi í
bókamálum og annað form á sögukennslu en hér. Þessar bækur byggja a
nokkurra ára gamalli stefnu danska kennarasambandsins. Röðin samanstend-
ur af þremur bókum um Danmerkursögu, þremur bókum um mannkyns-
sögu og einni er fjallar um samfélagsfræði. Skv. upplýsingum þarlendra kenn-
ara dettur engum heilvita manni í hug að kenna þessa röð í heild þá þrjá tíma
á viku sem þeir hafa í þrjú ár. Þeir nota kannski eina þeirra, en hafa hinar til
tilvísunar. Annað efni er fengið með bæklingum. Það er ríkjandi stefna víða i
löndum Evrópu að nota bæklinga. Þá megi endurskoða og gefa út þéttar með
minni tilkostnaði. í Danmörku munu hafa komið út á fimmta hundrað slíktr
bæklingar fyrir framhaldsskóla á umliðnum árum. Þar og í Bretlandi vilja
menn ekki stórar og dýrar bækur sem verði stofnanir í sjálfu sér og ekki verði
hnikað, hversu góðar sem þær hafi verið. Annað viðhorf ríkir hér á landi og i
Frakklandi svo dæmi sé tekið.
íslensk útgáfa þessara dönsku bóka er sett saman með hliðsjón af Námskra
handa framhaldsskólum og fellur þetta bindi að áfanga sem heitir saga 233. I
honum er ætlunin að fjalla um uppruna nútímaumhverfis okkar og varpa
ljósi á heimsmynd samtímans með sagnfræðilegri skoðun. Að auki er sagt '
lýsingu fyrir námsvísi að megináherslan sé lögð á þrjú svið, samskipti þjóða i
stríði og friði, hagþróun og félagslegar breytingar og loks á hugmyndasögu •
í fljótu bragði virðist rammi bókarinnar fjalla um þessi mál. Þó set ég fyr'r'
vara. Þannig virðist lítið fjallað um rætur heimsvaldastefnunnar; sá kafli er
reyndar felldur út ef borið er saman við dönsku útgáfuna og vantar því núkið
upp á umfjöllun um samskipti þjóða, hagþróun og félagslegar breytingar svo
vitnað sé til námskrár. Námskráin nefnir sérstaklega stöðu kvenna og stjorn
málastefnur undir fyrirsögninni hugmyndasaga. Stjórnmál fá þokkalega a
greiðslu, konur gloppótta (samt þó betri en í fyrri bókum), en menningaf <
vísinda- og listasaga litla. Harðasta gagnrýnin á þá bók sem nú hefur veri
notuð um átta ára skeið2 3 var einmitt sú að hugmyndasögu vantaði.
2 Sjá ennfremur Námskrá Imnda framhaldsskólum, júní 1990, bls. 311, en hér var þetw
sfy«- , k0
3 Sveen og Aastad, Maunki/iissaga cflir 1850, í þýðingu Sigurðar Ragnarssonar ur no
(MM Rvík 1985).