Saga - 1994, Síða 319
RITFREGNIR
317
Nýja bókin gefur á hinn bóginn gott yfirlit um samfélagsbreytingar, betri
en fyrr, en á tíðum svolítið grautarlega.
Uppsetning bókarinnar er með sama hætti og þeirrar dönsku. Kafla-
skipting er vel sett upp og inn á milli er skotið textum um afmörkuð efni,
borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum (bls. 32-3), heimsmynd nasista (bls. 104-5),
popplist (bls. 174-5) o.fl. Efnisskipan er hefðbundin og að mestu eftir formúlu
sem eldri bókin byggði einnig á og er kannski sjálfgefin. Þó eru hlutföll önn-
ur. Þannig fá árin til loka síðari heimsstyrjaldar um þriðjung bókarinnar hér
en fengu helming í norsku bókinni. Við það er ekkert að athuga í sjálfu sér. Það
má vera að samtími okkar sé orðin svo flókinn að fortíðin fái minna vægi. Það
verður þó að höndla varlega ef fylgja á markmiðum námskrár um að skoða eigi
samtímann út frá fortíðinni. Hversu langt þarf að fara aftur til að kanna for-
sendur ástandsins á Norður írlandi? Eða Zaire?
Ef skoðuð er danska gerðin þá er letur svipað og umbrot en þó er ýmsu
sleppt m.a. stórum litmyndum sem mér finnst til lýta. Litur er notaður með
hlviljanakenndum hætti og bundinn við vissar arkir. Þannig eru 6., 7., 14. og
24. örk prentaðar í lit. Þar er litur óspart notaður, t. d. undir töflur (bls. 92 og
109), myndatexta (bls. 81 um Stalín en ekki bls. 83 um Mússólini og víðar),
niyndrit (bls. 101 en ekki annars staðar í örkinni) og myndir (málverk bls. 84,
104-5, 108 og 112, kort bls. 210-11, ljósmynd bls. 214 o.fl.). Þetta getur þó
komið ankannalega út eins og á bls. 113 þar sem finna má myndir af fánum
'tölsku fasistanna, nasistanna og Sovétmanna. Á bls. 112 er í Iit málverk
Prampolinis af ímynd fasismans. Þar eru arkarmót og því verða fánarnir þrír
allir svartir, en tveir þeir síðastnefndu ættu að vera rauðir. Þess hefði að minnsta
kosti mátt geta.
Efnistök eru frjálslynd en þó öguð þegar danska útgáfan er skoðuð. Höf-
Ur>darnir einsettu sér að beita nýjum sjónarhornum og taka á málum með öðr-
Urn hætti en fyrr. Þetta sést m.a. á því að staðreyndaupptalning er hverfandi
er* mikið um vangaveltur. Þannig má finna kafla eins og „Sænska alþýðu-
beimilið", „í faðmi fjölskyldunnar", „Hví er það svo erfitt?", „Síðasti hvalur-
lnn" og fleiri mætti nefna þar sem lesandinn er tekinn út úr harðri pólítik og
yfirliti og leiddur inn í félagssögu og vangaveltur hennar. Sumum finnst slíkt
®n efa „snakk."
Bókin nær til samtíðarinnar. Finna má kafla s.s. um Thatcherisma, hagfræði
^eagans, hrunið austan við tjald og fleira. Þarna eru kaflar með framtíðarsýn
Par sem m.a. er vikið að lífsháttum, alþjóðaviðskiptum og fleira mætti telja.
Reynt er að flétta inn köflum um ástandið í Austur-Evrópu, en það er erfitt þar
®em sumt hefur úrelst síðan textinn var saminn. Ágúst Þór Árnason samdi
Pessa viðauka og kemst allvel frá því miðað við það svigrúm sem hann fær.
En það eru allmörg atriði sem betur mættu fara bæði í uppsetningu og
ramsetningu og vil ég víkja að nokkrum þeirra.
begar á fyrstu síðu falla höfundar á þýðingarprófinu, en tveir fyrstu kafl-
arnir heita „Húsbændur..." (bls. 11) „...og hjú" (bls. 12). í dönsku gerðinni
eita þeir „Upstairs..." „...and Downstairs" og vísa til sjónvarpsþátta sem
j ru sigurför um heiminn á áttunda áratugnum og margir muna án efa eftir.
bókinni er leitt út frá titlinum og í þeirri íslensku sagt: „Árin eftir 1970