Saga - 1994, Blaðsíða 320
318
RITFREGNIR
...Nafn þáttanna (Húsbændur og hjú innsk. mitt) undirstrikar mikinn félags-
legan mismun... Á efri hæðum hússins bjó fjölskyldan..." (bls. 11). Þessi rök-
færsla fellur vel að útlenda titlinum en nafnið á íslensku segir berum orðum
það sem enska nafnið sagði undir rós. Því fer þessi útleiðing nokkuð fyrir ofan
garð og neðan. Líklega hefði verið best að hafa kaflaheitin eins og þau voru í
dönsku gerðinni, enda leyfa þýðendur sér það af augljósum og skiljanlegum
ástæðum víðar í bókinni (All you need is love, bls. 240-41; The American way,
bls. 150 o.áfr.).
Myndrit eru víða ljót og ónýt. Takið eftir myndinni á bls. 45, en grátónar
upphaflegu myndarinnar hafa glatast og skilaboðin í formi texta sem felldur
var inn í myndina týnast. Annað sérlega slæmt dæmi er myndrit á bls. 194, en
þar er eyðilögð alveg ágæt mynd úr dönsku útgáfunni (bls. 70 í 3. bindi)
vegna óvandaðra vinnubragða. Ljósmyndir eru einnig sumar lélegar, ilia
prentaðar og stundum hefur ágætri mynd verið skipt út fyrir verri. (Mynd af
Niels Bohr bls. 144 verri og önnur en í dönsku bókinni; sama á við um mynd
af Christine Keeler bls. 146, af Kennedy bls. 173, af Gorbatsjov bls. 342, af Thatcher
bls. 332 og af Reagan bls. 329 svo örfá dæmi séu nefnd).
Málfar er nokkuð dönskuskotið á köflum enda erfitt að þýða texta úr skyldu
máli án þess að svo verði. Mest fer í mig frjálslynd notkun á lausa greininum
(„hinn gullni áratugur" o.s.frv.). Þýðingarambögur, t.d. bls. 341 „á hinum
frjálsa matvælamarkaði" („pá de frie fodevaremarkeder") mætti eins vera „á
frjálsu matvörumörkuðunum", eða á bls.344 „350 pör fóru til okkar duglegu
starfsstúlkna" („vores dygtige, kvindelige medarbejdere...") mætti eins vera
„fóru til duglegu starfsstúlknanna okkar." Fleira mætti tína til af verulegri
sanngirni.
Þá finnst mér skrýtið hversu íhaldssamt viðhorf ríkir t.d. í garð heimsstyrj-
aldarinnar síðari og Hitlers, þrátt fyrir að rannsóknir seinni ára hafi sýnt að
ýmislegt þurfi að endurmeta. Um aðdraganda styrjaldarinnar er sérstaklega
fjallað á bls. 110-121. Þar er ekki horft yfir lengri tímaskeið eða styrjaldaror-
sökin tengd Versalasamningnum eins og menn hafa í ríkari mæli bent á seinm
ár. Friðkaupstefnan er tengd við Chamberlain þó svo hún sé mun eldri. Daw-
es-áætlunin um skuldagreiðslur Þjóðverja, Locamo-sáttmálinn og Young-áætl'
unin voru allt Iiðir í að milda Versalasamningana. Þessi stefna var rækilega
studd af breskum íhaldsmönnum, m.a. Churchill, allt þar til kúvendingin átti
sér stað eftir að Múnchenarsamningurinn var gerður. Besta dæmið er flota-
samningur Breta og Þjóðverja 1935, sem merkilega oft er sleppt í sögubókum-
Þar viðurkenndu Bretar í orði kveðnu að afvopnun Þýskalands hefði verið rang-
lát, ekki síst í ljósi þess að engir aðrir höfðu afvopnast. Þetta notaði Hitler ser
og þegar hann hernam Rínarlönd var það í vissu þess að Bretar og Frakkar
(sem höfðu dregið hemámslið sitt til baka) myndu ekkert gera. Sameiningm
við Austurríki og einnig innlimun Súdetahéraðanna var í skjóli kosninga. Feil-
spor Hitlers var hernám Tékkóslóvakíu þegar hann fór út fyrir „sanngimis-
rammann" og sýndi í verki útþenslustefnu sína. Ef málið er skoðað í ljósi þeirra
tíma má sjá að leiðtogar Evrópu gátu ekki bmgðist við fyrr. Þetta er veikleiki i
bókinni en oftar er farið betur með en hér.