Saga - 1994, Side 323
RITFREGNIR
321
og fiskimanna, yfirleitt þó með nokkru ívafi embættis- og menntamanna. Að
þessu leyti er Reykjahlíðarætt engin undantekning. Það er greinilegt að hún
sækir lífsþrótt sinn fyrst og fremst til þingeysks alþýðufólks. Hitt dylst þó
engum að þessir alþýðumenn hafa margir hverjir látið hraustlega til sín taka
og heyra. Það er naumast ofmælt að Reykjahlíðarætt hafi alið af sér óvenju
marga einstaklinga sem með einum eða öðrum hætti hafa verið aðsópsmiklir í
íslensku þjóðlífi um langt skeið, þótt hinir séu að sjálfsögðu fleiri, eins og ávallt
er, sem hafa haft hægt og hljótt um sig. En auðvitað á það fyrir Reykjahlíðarætt
að liggja, eins og öðrum ættum, að hverfa í straum tímans. Hún mun nú þegar
telja nær 5000 manns og eftir eina öld verður hún orðin að mörgum nýjum
„ættum". Það mátti því ekki dragast öllu lengur að ráðist væri í að taka ættina
saman að nýju og hafi Þorsteinn Jónsson og aðrir sem að verkinu komu þökk
fyrir.
Reykjahlíðarætt er gefin út með sama sniði og aðrar bækur í hinu mikla rit-
safni Þorsteins Jónssonar, Ættir íslendinga. Útgáfuform það sem Þorsteinn
hefur valið þessu ritsafni sínu er bæði smekklegt og skemmtilegt og einkenn-
ist af leturbreytingum til skýrleiksauka, mikilli notkun ljósmynda, og því að
reynt er að koma myndum af fólki fyrir sem næst upplýsingunum um það.
Þetta form gerir rit Þorsteins bæði aðgengilegri og eigulegri en önnur ættfræði-
rit og hefur honum svo tekist betur en öðrum að gera ættfræðina að gamni
almennings en ekki aðeins fáeinna grúskara. Efnisskrá í upphafi Reykjahlíðar-
ættar er til mikils hagræðis, og nafnaskrá í ritslok er einnig gagnleg þótt þar
vanti því miður upplýsingar um búsetu. Verkið er prentað á vandaðan pappír
og verður ekki annað merkt en það sé forlaginu, Lífi og sögu, til sóma í hví-
vetna.
Reyndar má finna það að notkun ljósmynda í ritum Þorsteins Jónssonar að
hún er tilviljunarkennd, ræðst af því hvaða ættingjar hafa nennu til að standa
skil á myndum af sér og sínum. Auk þess eru myndimar mjög ólíkar að gæð-
um og allri gerð og teknar af fólki á ólíkum aldri, þannig að það er t.d. ekki
auðvelt að átta sig á því hvort einhver sérstakur svipur er kynfylgja í hinni eða
þessari ættinni. En við þessu er náttúrlega örðugt að sjá og hvað sem þessu
líður eru myndirnar mikil bókaprýði. Og þótt þeim sé kannski ekki síst ætlað
að gera ritin gimilegri til kaups er það ekki aðfinnsluvert, nema síður sé. Þor-
steinn Jónsson er fagmaður og vill náttúrlega selja vöru sína eins og aðrir sem
standa í „framleiðslu".
Efnistökin í Reykjahlíðarætt em að flestu leyti hefðbundin. Ýmislegt smálegt
sem miður fer má þó tína til. Ég kann því t.a.m. ekki vel að sveitabæir skuli
langoftast vera kenndir til hrepps og sýslu en ekki byggðarlags að fomum hætti.
Talað er um „Skútustaði, Skútustaðahreppi, S.-Þing." í staðinn fyrir „Skútustaði
við Mývatn". Það er skaði ef fom byggðarlagaheiti leggjast af utan héraðs og
eðlilegt kappsmál fyrir ættfræðinga að stuðla að viðgangi þeirra með réttri notk-
un í ritum sínum. Þetta er því sjálfsagðara að nú eiga sér einmitt stað vem-
úgar breytingar á hreppaskipan í landinu.
Texti Þorsteins er mjög staðlaður og hefur það eflaust einhverja kosti, en
þetta veldur því þó að stíllinn verður á stundum helsti staglsamur. Tilbúið
dæmi, e.t.v. aðeins ýkt: „Jón Jónsson, f. 1. jan. 1800 á Skútustöðum, Skútustaða-
2i-saga
L