Saga - 1994, Blaðsíða 324
322
RITFREGNIR
hreppi, S.-Þing., d. 1. febr. 1880 á Skútustööum, Skútustaöahreppi, S.-Þing.,
bóndi á Skútustöðum, Skútustaðahreppi, S.-Þing." Má ég þá heldur biðja um:
„]ón Jónsson, f. 1. jan. 1800 á Skútustöðum við Mývatn, d. þar 1. febr. 1880,
bóndi á Skútustöðum."
Mér fellur það stórilla að Þorsteinn heldur fast í þá meinloku að telja börn
getin utan hjónabands síðast í systkinahópi, án tillits til þess hvar þau eru í
aldursröð systkinanna. Sigurjón Bjömsson prófessor hefur áður fundið að
þessum ósið ættfræðinga í ritdómum í Morgunblaðinu og er full ástæða til að
taka undir þá gagnrýni hans. Þessi ósiður er aðeins til vitnis um það úrelta við-
horf að óskilgetin börn séu „óhrein" í einhverjum skilningi og er þeim sem í
hann halda því ekki til sóma.
Það hefur löngum hallað á kvenfólk í ættfræðinni. Að þessu Ieyti má merkja
nokkrar framfarir í nýlegum ættfræðiritum, m.a. verkum Þorsteins Jónssonar.
Þó má betur ef duga skal. Það er t.d. löngu kominn tími til að telja mæður
fólks á undan feðrum þess, þegar getið er um foreldra maka. Samtíðarmenn er
um margt heldur vond bók, eins og m.a. má marka af því að Þorsteins Jóns-
sonar er þar að engu getið, en þar er þó þessi sjálfsagði háttur hafður á. Þar
fyrir utan er Niðjatal Benjamíns Jónssonar og Katrínar Markúsdóttur frá Hróf-
bjargastöðum eina persónusöguritið sem ég man eftir að hafi þetta með þessu
lagi. Þorsteinn fetar hér hins vegar troðnar slóðir, og í ljósi þess hversu óhemju
afkastamikill ættfræðirithöfundur hann er verður það að teljast einkar óheppi-
legt. Því miður kemur það einnig of oft fyrir í Reykjahlíðarætt, eins og öðrum
ættfræðiritum, að ekki er að neinu leyti getið um störf kvenna. Ég nefni hér að-
eins eitt dæmi af mætri konu sem við getum kallað Jónu Jónsdóttur og er gift
inn í Reykjahlíðarætt. Um Jónu þessa er þess hvergi getið að hún er lektor að
starfi (og sjálfsagt heimilisstjóri að auki), og er þó skilmerkilega frá því greint
í Kennaratali. Þetta kann að einhverju leyti að stafa af því að Þorsteinn nýti sér
ekki prentaðar heimildir að neinu verulegu leyti við gagnaöflun sína en það er
þó naumast eina ástæðan, því að hann tíundar starf eiginmanns þessarar
ágætu konu samviskusamlega.
Upplýsingar um þá útlendinga sem mægjast inn í ættina eru oft af heldur
skornum skammti, jafnvel í tilvikum þar sem unnt hefði verið að ráða bót á þvi
með einu stuttu innanbæjarsímtali. Eins þykir mér skorta um of upplýsingar
um ýmsa af Reykjahlíðarætt sem staðfest hafa erlendis og eignast þar afkom-
endur, þótt það sé reyndar hægara ort en gjört að rekja íslenskar ættir í útlönd-
um. Einhverjar skekkjur rakst ég einnig á í bókinni, t.d. ranga fæðingarstaði
og villandi eða ónógar upplýsingar um störf og búsetu. Ég hygg þó að villur í
ritum Þorsteins Jónssonar séu ótrúlega fáar, svo mikil að vöxtum sem þau
eru.
Smekkur manna er sjálfsagt misjafn á því hversu ítarlega skuli greina fra
hverjum einstaklingi í ættfræðiritum. Ég verð að játa að mér finnst Þorsteinn of
sagnafár, nema þá helst um þá sem hafa látið óvenju mikið að sér kveða í þjóð-
lífinu. Skemmtilegust finnast mér þau mannfræðirit þar sem sagt er í örfáum
orðum frá ferli manna og vísað í prentaðar heimildir þar sem hægt er að leita
frekari fróðleiks. En þetta er að sjálfsögðu bæði pláss- og tímafrekt og því ekki
auðvelt að koma því við í svo stóru riti sem Reykjahlíðarætt, það skal játað. Yfir-