Saga - 1994, Blaðsíða 325
RITFREGNIR
323
höfuð finnst mér það þó ljóður á ráði Þorsteins Jónssonar og margra annarra
ættfræðinga að geta ekki a.m.k. um helstu ritaðar heimildir þar sem áður hefur
verið fjallað um æviatriði og ætt einstaklinganna. Væri þessi háttur hafður á
væri mun auðveldara að bera saman það sem í þessum ritum stendur sem aft-
ur hefði t.d. í för með sér að hægara væri að komast fyrir ýmsar villur sem
slæðast inn í þau. Þá sakna ég þess einnig að ekki skuli gerð örlitlu ítarlegri
grein fyrir ætterni þeirra sem mægjast ættinni, en Þorsteinn hefur ávallt þann
hátt á að geta einungis um foreldra þeirra. Með því móti er komið heldur
skammt til móts við þá lesendur sem vilja átta sig á tengslum ættarinnar við
aðrar ættir.
Unnendum ættfræðinnar finnst stundum sem þeir þurfi að gera þetta áhuga-
mál sitt merkilegra en það er og halda því þá gjarnan á loft að ættfræðin geti
komið að miklum notum við erfðafræðirannsóknir. Það er að vísu rétt, svo langt
sem það nær, en þessi viðbára er þó auðvitað heldur brosleg. Ættfræðingar
hafa yfirleitt hvorki vit né áhuga á erfðafræði og stunda grúsk sitt oftast ein-
göngu til að þjóna lund sinni. Ættfræðin, eins og hún er alla jafna stunduð, er
einfaldlega bráðskemmtilegt tómstundagaman, svona svipað og frímerkjasöfn-
un eða fótboltagláp, og eins og önnur meinlaus áhugamál þarfnast hún engr-
ar sérstakrar réttlætingar. Sé hins vegar haft annað lag á en venja er má vel
stunda ættfræði og persónusögu sem vísindi og ég verð að játa að mér finnst
ég sjá of litla tilburði í þessa átt í ritum Þorsteins Jónssonar, eins og flestra
annarra ættfræðinga. Það er eitt af einkennum vísinda að draga fram reglur og
mynstur í því sem áður virtist óskapnaður einn og þetta má gera við ættir eins
og hver önnur svið tilverunnar. Hvernig ætt er t.d. Reykjahlíðarætt, fyrir utan
það að vita vel af sér og hafa marga alþingismenn innanborðs? M.ö.o.: Hvem-
ig skiptist ættin á milli starfsgreina, er þar meira um hagleik, skáldnáttúru
eða tónlistargáfu en vænta mætti miðað við „landsmeðaltal" og má sjá þess
einhver merki að eiginleikar af þessu tagi ráðist fremur af arfgengi en félags-
legum aðstæðum (eða öfugt), hvar búa ættmennimir nú og hvemig hefur bú-
ferlaflutningum þeirra verið háttað, hvemig hefur ættin gengið fram, þ.e.a.s.
hversu margir einstaklingar eru í hverjum ættlið, er ungbarnadauði tíður í ætt-
mni og em tvíburafæðingar algengar í henni, eða er þetta kannski allt mismun-
andi eftir ættleggjum ættarinnar eða búsetu þeirra? O.s.frv. Þessum og öðrum
álíka spurningum gerir Þorsteinn Jónsson enga tilraun til að svara í Reykjahlíð-
arætt, sem kannski er ekki von. Tilgangur hans er einfaldlega sá að semja
hefðbundið ættfræðirit og það væri auðvitað fráleitt að gagnrýna hann fyrir að
skrifa ekki einhverja allt aðra bók en hann ætlaði sér. Engu að síður finnst mér
astæða til að nota þetta tækifæri til að vekja athygli á því hversu óþarflega
þröngt sjónarhorn venjulegra ættfræðirita er. Þar eru rit Þorsteins Jónssonar
engin undantekning.
Nú er það auðvitað svo að leiti menn svara við spumingum af ofangreindu
tagi er stutt í ættasamjöfnuð og þar með ættameting. Þetta er því viðkvæmt
efni og e.t.v. skiljanlegt að aðrir en mannfræðingar forðist það. Ég leyni því þó
ekki að mér finnst það ekki vansalaust að í þessu landi þúsund ára áttvísi
shuli hún ekki vera stunduð með vísindalegum hætti nema í ákaflega tak-
mörkuðum mæli. íslendingar hafa einstakt tækifæri til að taka alþjóðlega for-