Saga - 1994, Page 328
326
FRÁ SÖGUFÉLAGI
asta aðalfundi, þ.e. Sögu 1992, sem út kom í nóvember það ár og Sögu
1993, sem út kom í júní 1993. Ennfremur greindi forseti frá því, að
skipuð hefði verið ritnefnd við hlið Bjama Guðmarssonar, ritstjóra Nýrr-
ar sögu. I þessari ritnefnd sátu Aðalsteinn Davíðsson, Guðmundur J.
Guðmundsson og Margrét Guðmundsdóttir.
Þá greindi forseti frá útgáfu félagsins á riti dr. Aðalgeirs Kristjáns-
sonar Endurreisn alþingis og Þjóðfundurinn, en það skyldi koma út á 150
ára afmæli þingsins, 8. marz 1993. Um þetta sagði forseti: „Þessi áætl-
un stóðst og var forseta Alþingis afhent fyrsta eintak bókarinnar við
hátíðlega athöfn í fyrrnrn efri deildar sal Alþingis. Báðar sjónvarps-
stöðvar sýndu myndir frá þessari athöfn og var bókin rækilega kynnt
um leið í sjónvarpi með viðtölum við höfund. Þá kom glæsileg kynning
með litmyndum í stærsta blaði þjóðarinnar auk styttri frásagna í öðrum
blöðum. Hefði mátt ætla, að þjóð vor hefði tekið rækilega við sér og
flykkst í bókabúðir til þess að afla sér þessa grundvallarrits um Al-
þingi til eigin nota eða gjafa. Svo fór þó ekki. Eftirspum eftir bókinni
var nær engin og greip félagið til þess ráðs að láta hringja til valins úr-
taks félagsmanna og bjóða þeim ritið á vildarkjömm. Þessi aðferð til
þess að koma út bókum félagsins hefur aldrei verið reynd áður. Nokk-
ur árangur varð af þessum hringingum, en þrátt fyrir það og nokkuð
meiri kaup Alþingis á bókinni en gert var ráð fyrir í upphaflegum
samningum vantar enn nokkuð upp á, að selst hafi upp í kostnað."
Síðustu umræðuefni forseta vom um næstu útgáfuverkefni og minnt-
ist hann bæði á rit Amgríms lærða Brevis Commentarius og Sýslu- og
sóknarlýsingar Skajtafellssýslu, sem lengi hafa verið í undirbúningi.
Loftur Guttormsson, gjaldkeri Sögufélags, lagði fram reikninga
félagsins fyrir árið 1992 og vom þeir samþykktir án athugasemda. Þá
var gengið til stjómarkjörs og skyldu þeir Heimir Þorleifsson og Gísli
Agúst Gunnlaugsson ganga úr stjóm, en vom báðir endurkjörnir til
aðalfundar 1995. Þá vom varamennimir Sigurður Ragnarsson og Svav-
ar Sigmundsson endurkjömir til aðalfundar 1994. Endurskoðendur
vom kjömir Halldór Ólafsson og Ólafur Ragnarsson.
Að loknum aðalfundarstörfum flutti Guðmundur Jónsson Ph.d. er-
indi, sem hann nefndi „íslandssagan í tölum sögð". Guðmundur fjall-
aði þar um notkun talna og talnaheimildir, en hann vinnur um þessar
mundir að sögulegri tölfræðihandbók. Erindið hlaut góðar undirtektir
fundarmanna og urðu líflegar umræður um það. Þessir tóku til máls:
Loftur Guttormsson, Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Stefán Fr. Hjartar-