Saga - 1995, Page 208
206
RITFREGNIR
lögð til grundvallar nýrri. Eins og nefnt var hér framar sýnist athugun á
tilurð kirknaskrárinnar ósannfærandi og eftir sem áður ekki ástæða til þess
að rengja orð í varðveittum gerðum um þann tilgang skrárinnar að vera leið-
arvísir ókunnugum um skipan fjarða og héraða og legu helstu bæja í Skál-
holtsbiskupsdæmi. Beinast liggur við að í varðveittri mynd sé skráin gerð
handa Skálholtsbiskupi til þess að hafa fyrir sér í vísitasíu, líkt og vegferill
nútíðar beitir landabréfi, enda ber efni og framsetning vott um slíka notk-
un. Vera má að útlendir biskupar sem sátu á Skálholtsstóli annað kastið á
miðöldum, ókunnugir máli og landsháttum, hafi átt þátt í gerð skrárinnar
og til þeirra megi rekja einhverjar afbakanir sem eru áberandi í varðveitt-
um gerðum.
í tilraun til þess að endurgera kirknaskrána byggir Sveinbjöm úrfelling-
ar sínar á þeirri skoðun Ólafs Lárussonar prófessors, að í kirknaskrá Páls
hafi einungis verið taldar prestsskyldarkirkjur en ekki hálfkirkjur eða bæn-
hús, þ.e. einungis kirkjur sem prestur skyldi vera heimilisfastur við. Ólafi
og Sveinbimi ber ekki alstaðar saman um hvaða kirkjur megi fella úr
skránni, en Sveinbjöm ræðir ekki ágreining þeirra Ólafs, þótt hann hafi
skoðun hans að leiðarljósi og reikni 220 kirkjur í endurgerðan texta sinn
með aðferð sem hann kallar „sagnfræðilega textagagnrýni" (sbr. s. 107)-
Hætta verður á að játa að aðferð hans virðist bila og endurgerð kirknaskrár-
innar verða að nokkm ótrúverðug eftirlíking. Dæmi um það má taka, að
hann fellir úr kirkjumar að Ökmrn á Mýmm, Krossholti og Kolbeinsstöð-
um, en samkvæmt Vilkinsmáldögum er gert ráð fyrir heimapresti að Ökr-
um („þar skal vera prestur" - „prestur að Ökmm" (íslenzkt fornbréfasafn
IV, s. 186), að Krossholti skal vera heimilisprestur (sama rit IV, s. 198) og a
Kolbeinsstöðum er gert ráð fyrir heimapresti, enda átti sú kirkja sjö messu-
klæði og hökla með baldurskinn og pell (sama rit IV, s. 181). Ólafur Lárus-
son felldi þessar kirkjur ekki niður, enda miðaði hann við prestsskyldar-
kirkjur sem helst ættu messuklæði (Byggð og saga. Rvk. 1944, s. 132, 134)-
Rök Sveinbjamar fyrir niðurfellingu kirknanna þriggja em að í Vilkinsbók
em þær ekki taldar „alkirkjur, beneficia eða prestskyldarkirkjur" (s. 109)-
Sú staðhæfing að kirkjumar þrjár séu ekki taldar prestsskyldarkirkjur i
Vilkinsbók er ekki rétt ef tekið er gilt það sem tilgreint er hér að ofan ur
íslenzku fornbréfasafni. Sama gildir um forsendur fyrir niðurfellingu Skum-
staða (s. 112), en í Vilkinsbók segir að Ólafskirkja þar eigi prestsskyld i
heimalandi og þrenn messuklæði (íslenzkt fornbréfasafn IV, s. 80).
f tilraun sinni virðist Sveinbjöm einungis athuga stöðu þeirra kirkna i
Vilkinsmáldögum sem hann fellir sjálfur brott en ekki allra hinna sem
hann lofar að standa á skránni og ekki sést að hann leiti í aðra máldaga en
Vilkinsbók. Aðferðin er því einstrengingsleg, en við endurgerð texta a
þessu tagi verður að athuga gaumgæfilega heimildir um hvem stað ser
staklega og hverja sókn fyrir sig eins og kostur er. Dæmi má taka af Bu