Saga - 1998, Blaðsíða 10
8
SVERRIR JAKOBSSON
skap eða samhengi ritsins í heild. Jón Jóhannesson áleit að sagan
væri dæmisaga sem lýsti gömlu, góðu dögunum, eins og þeir
komu þeim fyrir sjónir, sem ritaði söguna við miðbik 13. aldar, eða
eins og hann vildi að þeir kæmu öðrum fyrir sjónir.2 Af þeim sök-
um er fjallað um atburði sem gerðust löngu áður en Sturlungaöld
hefst, þegar Sturla í Hvammi lá enn í vöggu og deilur voru settar
niður með öðrum hætti en tíðkaðist síðar. Ein andstæðan sem sag-
an myndar við Sturlungaöld er raunar sú að deilur eru settar nið-
ur en þróast ekki áfram. Sagan er fremst í safnritinu sem andstæða
en ekki hliðstæða sagnanna sem fylgja á eftir.
Það bendir einnig til að sagan hafi sérstaka skírskotun til Sturl-
ungaaldar að hún er ekki trúverðug heimild. Þrátt fyrir langan
tíma milli atburða sögunnar og ritunar hennar er bein ræða mun
tíðari í sögunni en í öðrum sögum Sturlungu, en samræður hafa
vart varðveist óbrenglaðar í 120 ár.3 Þá má í afstöðu söguritara til
manna og málefna við upphaf 12. aldar sjá móta fyrir afkomend-
um þeirra. Af liðsmönnum Þorgils er Böðvar Ásbjarnarson dreg-
inn dökkum litum en úr hinu liðinu Hallur Teitsson. Þegar sag-
an er talin rituð, um 1240, réðu Kolbeinn Arnórsson, frændi Böðv-
ars, og Gissur Þorvaldsson, afkomandi Halls, lögum og lofum á
landinu og þrengdu mjög að Sturlungum, en þess má geta að
Þórður Gilsson, forfaðir Sturlunga, er talinn upp í hópi „heiðar-
legra manna" sem stuðla að sáttum. Þó vegur jafnvel þyngra að
ekki er minnst á deilu Þorgils og Hafliða í íslendingabók Ara fróða.
Ari er óragur við að rekja deilur fyrri höfðingja, s.s. Þórðar gellis
og Tungu-Odds um miðja 10. öld og átök við kristnitökuna á al-
þingi, enda hefur því verið haldið fram að íslendingabók sé öðr-
um þræði kennisaga með sterkum friðarboðskap.4 Eigi að síður
notar Ari ekki það dæmi sem hefði átt að vera nærtækast, af deilu
Þorgils og Hafliða, ekki heldur þegar hann segir frá lagaskráningu
2 Jón Jóhannesson, „Um Sturlunga sögu," bls. xxiv-xxv.
3 Sagnaritarinn Þúkýdides treysti sér ekki til að muna orðrétt ræður sem
hann hafði sjálfur orðið vitni að, sbr. Thucydidis historiae, I. 22.
4 Halldór Hermannsson „Introductory Essay", bls. 37-40, telur að sagan hafi
verið rituð til stuðnings því að kristinn réttur væri lögtekinn. Bjöm Sigfús-
son, Um Islendingabók, bls. 39-41, og Ellehoj, Studier over den ældste norrme
historieskrivning, bls. 80-84, telja að deilur Þorgils og Hafliða hafi verið til-
efni sögunnar. Hinir tveir síðarnefndu fræðimenn setja engin spurninga-
merki við heimildargildi Þorgils sögu og Hafliða í því samhengi.