Saga - 1998, Blaðsíða 107
VALKOSTIR SÖGUNNAR
105
útróðrakvaðir og dagslátt. Virðist svo sem um sé að ræða misnotk-
un eða útfærslu á rétti landeigenda yfir skjólstæðingum sínum.
Útróðrakvaðir sunnan- og vestanlands fólust að því er virðist í því
að hver bóndi átti að lána mann á vertíð til að róa á skipum land-
eigandans.68 Sýnir það náin tengsl landbúnaðar, fiskveiða og
reksturs góssa. Einnig fer að bera á því að bændur á góssum norð-
anlands og að öllum líkindum einnig sunnanlands áttu að lána
uiann í allt að viku til sláttar fyrir gósseigandann, líklega oftast á
höfuðbólinu.69 Kvaðirnar mátti að minnsta kosti sums staðar
greiða með öðrum hætti, því til er verðskrá um þær þegar frá 16.
öld.70 Á svipuðum tíma er kirkjan farin að krefjast þess að hvert
tvíbýli og hjáleiga greiði kirkjutolla71, og bendir hvort tveggja,
kvaðir og harðari tollar, svo skömmu eftir pláguna síðari til þess
að verulega hafi verið farið að hrikta í efnahagsgrundvelli kirkj-
unnar vegna fólksfæðar og vannýtingar jarðeigna. Margt fleira
bendir í sömu átt, til dæmis ýmsir úrskurðir konungsvalds um fá-
t®ka klerka, sérstaklega norðanlands, síðar á öldinni.
Vöxtur kvaða á íslandi minnir um sumt á það sem gerðist í
^ustur-Evrópu um svipað leyti. Þar var líka nægt land og skortur
a vinnuafli, og brugðust landeigendur við með því að leggja harð-
ar kvaðir og ánauð á bændur. Austur-Evrópa var á þessum tíma
uiikið kornforðabúr fyrir vaxandi borgir Vestur-Evrópu, og stuðl-
aði eftirspurn þaðan að því að kúgun bænda á stórgóssum Aust-
Ur-Evrópu jókst hröðum skrefum.72 Svipað gæti hafa gerst í fisk-
veiðum íslendinga: Að gósseigendur hafi ekki viljað missa af
þeim miklu tekjum sem þeir höfðu af fisksölu til þéttbýlissvæða
Evrópu, og því brugðist við vinnuaflsskorti með því að leggja
Evaðir á bændur. Kvaðir á íslenskum góssum voru þó aldrei líkt
því eins harðar og í Austur-Evrópu.
68 Máldagi Svalbarðs D1 VII, bls. 415, dómur frá Skálholti DI VIII, bls. 362.
Ekki fólst í þessu sérlega hörð kúgun, þar sem hver maður fékk sinn fisk-
hlut. Hins vegar tryggði þetta biskupsstólum og öðrum landeigendum
tekjur af skipsleigu, sem nam frá sjötta til tólfta hverjum fiski sem veidd-
>st á bátnum. Lúðvík Kristjánsson, ísknskir sjdvarhættir IV, bls. 181-82.
69 Dí X, bls. 867-68; XII, bls. 452-53; XII, bls. 141.
70 Dí VIII, bls. 510.
71 Dl VIII, bls. 306; XI, bls. 86.
77 tVerner Rösener, The Peasantry ofEurope, bls. 123-24.