Saga - 1998, Blaðsíða 304
302
RITFREGNIR
anna? í stað valddreifingar kom miðstýring, sterkt miðstjórnarvald með
verslunareinokun og trúskiptum, en hvort tveggja má líta á sem baeði af'
leiðingu og staðfestingu á þeim umskiptum. Kirkjan var innlimuð í ríkis-
valdið undir stjórn konungs. Þetta olli því að hernaðarátök og ofbeldi
minnkuðu til mikilla muna í samfélaginu. Þar sem innanlandsátök milh
einstakra lénshöfðingja má telja helsta þjóðfélagsmein síðmiðalda hér á
landi verður ekki betur séð en hér hafi verið stigið verulegt framfaraspor,
að minnsta kosti séð út frá sjónarhóli alþýðu manna. Þótt þetta komi fram
1 ritgerðinni er lögð fremur lítil áhersla á það. Þeim mun meiri áhersla er
lögð á þær hugmyndafræðilegu breytingar sem urðu við trúskiptin. í stað
tiltölulega umburðarlyndrar kaþólsku kom ströng Iútherska. Þetta kom
meðal annars fram í því að ekki var lengur góðverk að gefa fátækum,
samkvæmt hugmyndafræði Lúthers. Áhersla á skynsemi og rökliugsun
jókst, og telur höfundur að það hafi rutt braut fyrir upplýsinguna síðar.
Hér brýtur Vilborg upp á áhugaverðu efni, sem vanrækt hefur verið í
sagnaritun íslendinga, en meðferð hennar á því er hins vegar nokkurrar
gagnrýni verð. Því er haldið fram að þessar hugmyndafræðilegu breyt-
ingar hafi ásamt með hruni kaþólsku miðaldakirkjunnar, afnámi klaustra
og afnámi sjálfstæðis biskupa, orðið til þess að fátækum var nánast varp-
að út á gaddinn. Jafnframt telur höfundur að ísland hafi breyst úr bjarg-
álna samfélagi í fátækt samfélag, og við hafi tekið stöðnun og eymd und-
ir stjórn Dana.
Hér er ef til vill um of blandað saman hugmyndafræði, það er að segja
vilja yfirvalda til að aðstoða fátæklinga, og breytingum á getu þjóðfélags-
ins til að sinna þeim. Vilborg rökstyður ekki nægilega vel þessa umbreyt-
ingu á þjóðfélaginu úr bjargálna samfélagi í fátækt. Enga greiningu á
framleiðslugetu eða framleiðslumagni samfélagsins er að finna. Ýmsar
mótsagnir er að finna á þessu sviði. Á einum stað eru íslenskir leiguliðar
löngu orðnir fátæktinni að bráð um siðskipti og eiga danskir bændur þá
að vera betur staddir, sem er út í hött (bls. 33), á öðrum stað breytist sam-
félagið úr bjargálna samfélagi í fátækt um sama leyti (bls. 338). Á einum
stað eru tekjur konungs af íslandi eftir siðskipti mjög takmarkaðar (bls.
337), en annars staðar þyngist skattbyrði íslendinga „eins og annars stað-
ar í Danaveldi á 16. öld. Vilborg fullyrðir á nokkrum stöðum að vist-
kreppa hafi dunið yfir á 16. öld, en rökstuðningur við það er Iítill. Eina
dænuð sem hún nefnir er alls ekki ótvírætt, og raunar ólíklegt að það sýni
nokkra vistkreppu (bls. 77). Fjöldi dæma frá 15. og 16. öld sýnir hið gagn-
stæða, að það léttir á auðlindunum, jafnt skógum sem afréttum. Það hefði
þurft að ræða í þessu sambandi.
Einnig sakna ég ákveðinna atriða í umræðuna um þróun miðstjórnar-
valdsins. Harald Gustafsson hefur fyrir löngu sýnt fram á að íslenska yf-
írstéttm réð mjög miklu hér á landi á síðari hluta 18. aldar, þótt í orði