Saga - 1998, Blaðsíða 260
258
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
óhönduglega (t.d. „Margrét (kona Sigurðs [svo!] Richter)", auk
þess eru prentvillur í nöfnum.
Ritdómara Sögu tókst ekki að finna nema eina prentvillu. Ég
rakst á prentvillur a.m.k. á þessum blaðsíðum (m. a. undir mynd-
um): Bls. 16, 18, 52, 59, 67, 69, 70, 73, 102, 103, 125, 126, 138, 149,
156, 158, 165, 185, 188, 189, 194, 200, 219, 221, 229, 232, 233, 242,
244, 246.
Tilvísanaskrá fylgir hverjum kafla með númeruðum tilvísunum.
Þar reynir auðvitað mjög á höfundinn um athygli og nákvæmni í
vinnubrögðum, ekki sízt í löngum köflum, eins og t.d. þeim sjö-
unda („Herstöðvarsamningur og handrit"), þar sem eru 152 til-
vísanir. Þarna verður þó brenglun, þar sem eitt númerið fyrst í
kaflanum fellur niður, og þar af leiðandi raskast öll númer, sem á
eftir koma.
í heimildaskrá prentaðra heimilda sá ég, að útgáfuárum tveggja
binda íslandssögu undirritaðs (a-k, 2. útg. 1987 og l-ö, 1977) er
snúið við.
Nú er mál að linni. Ég endurtek, að ég hef bent á þessi lýti bók-
ar vegna þess, að ritdómarar hafa brugðizt skyldu sinni. Þeir hafa
hafið til skýjanna gallað verk í stað þess að segja kost og löst á
málefnalegum grunni. Það er ekki hollt fyrir neinn, allra sízt ung-
an og upprennandi sagnfræðing, að ekki sé bent á það, sem mið-
ur fer. Ég er ekkert að draga úr gildi bókar, að margt er þar til fróð-
leiks og skemmtunar og ýmislegt, sem gefur til kynna, að með
meiri vandvirkni, betri dómgreind og ríkari þekkingu á viðfangs-
efni sínu, gæti höfundurinn reynzt liðtækur sagnfræðingur og rit-
höfundur á komandi árum. Hann hefur hins vegar færzt of mikið
í fang með þessu verkefni, og því miður hafa aðrir aðstandendur
ritsins ekki staðið nógu vel að baki, þegar á reyndi, því að það er
svo augljóst, að yfirlestur dómbærra aðila vantar gersamlega.
Ég vil að lokum óska höfundi, Margréti Jónasdóttur, alls vel-
farnaðar á sagnfræði- og rithöfundarbraut í framtíðinni. Þótt mis-
jafnlega hafi tekizt til í þetta sinn, er engin ástæða til að örvænta,
en vona, að hér muni rætast orðtakið „fall er fararheill"!
Einar Laxness