Saga - 1998, Blaðsíða 41
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
39
ar 1 sögu íslenzku kirkjunnar."136 En engar heimildir eru fyrir því
að Bótólfur eða Sivarður hafi reynt að koma landinu undir kon-
ur>g fyrir árið 1247.
Sagt hefur verið um Sivarð biskup í Skálholti, að hann hafi
avallt stutt konungsmál eftir megni.137 Þegar nánar er að gáð finn-
ast þó fá dæmi þess. Áður var getið sáttargerðanna sem hann átti
þátt í árið 1242, milli Órækju Snorrasonar og Gissurar Þorvalds-
sonar og milli Þórðar kakala og bænda. Hvorirtveggja, Gissur og
bændurnir, höfðu leitað hælis í Skálholti og verður þess ekki vart
að biskup hafi stutt konungsmenn öðrum fremur. í fyrra dæminu
er Gissur Þorvaldsson, hirðmaður konungs, skjólstæðingur hans
en i hinu síðara ver hann bændur fyrir öðrum hirðmanni kon-
Ungs/ Þórði kakala. Hlutverk biskups er fyrst og fremst að miðla
•nálum. Þegar Gissur rýfur sættina, sem biskup stóð að milli hans
ug Órækju, átelur biskup hann „mjög um þessar málalyktir, að
°num hefði illa farið."138 Árið 1246 telur Brandur Kolbeinsson
lskup hallan undir Þórð kakala gegn þeim Gissuri en ári síðar,
Pegar Þórður kemur til landsins sem fulltrúi konungs, eru þeir Si-
varður „ekki mjög sáttir í fyrstu sín á milli" og sætir það nokkurri
urðu ef biskup var jafn konunghollur og talið hefur verið.139 Hann
er utan árið 1250 á fund konungs í Þrándheimi og snýr ekki aftur
yrr en eftir fjögur ár.
Árið 1251 sendi konungur fulltrúa sína til landsins en Sivarður
y'ar<'* eftir, í félagsskap ótryggra manna eins og Þórðar kakala.
remur árum síðar sendi konungur Sivarð til að flytja mál hans á
andi. Sigurður silkiauga fór og út „að skynja, hversu einarðliga
iskup færi f konungs málum." Ekki treysti konungur Sivarði bet-
nr en svo að hann sendi hirðmann sinn með til að fylgjast með
°num. Sivarður og Heinrekur, starfsbróðir hans á Hólum, þrýsta
a Gissur Þorvaldsson sem heldur utan og á fund konungs. Hein-
re ur á meiri hlut að því máli, en Sivarður gæti enn hafa borið
Sbr. Sigurður Nordal, íslenzk menning, bls. 338. - Björn Þorsteinsson, ís-
^27 tenz^a þjóðveldið, bls. 296. - Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 254-55.
Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 255. - Magnús Stefánsson,
13» ,,KirkÍuvald eflist", bls. 139.
139 StUrlun8a saSa' bls. 453.
Sama heimild, bls. 535, 548.