Saga - 1998, Blaðsíða 303
RITFREGNIR
301
Frumheimildir höfundar eru Islenskt fornbréfasafn og auk þess ýmis skrif
16. og 17. aldar manna. Meginþema ritsins er fall íslensku miðaldakirkj-
unnar við siðbreytinguna. Til þessa falls rekur höfundur hnignun íslensks
samfélags frá bjargálna samfélagi til fátæks samfélags. Ástæða þess er, að
sögn höfundar, að upp á íslenskt samfélag var þröngvað samfélagsskipan
sem ekki hentaði hér á landi.
Styrkur ritsins liggur í greiningu á valdakerfi og hugmyndafræði. Hins
vegar eru tök höfundar á félags- og hagsögu ekki eins örugg. Hugmynd-
'r um eymd bændasamfélagsins á 16.-19. öld og skaðsemi danskrar
stjórnar fyrir íslenskt samfélag teljast að minnsta kosti ekki til nýjunga í
umræðu um þessi efni. Uppgjör við þessar hugmyndir og forsendur, eða
einhvers konar spurningarmerki við þær, hefði verið til mikilla bóta.
Einn ótvíræður kostur er við rannsóknina. Hér er því slegið föstu að
siðbreytingin hafi valdið miklum umskiptum í þjóðiífinu, meiri en hefð er
fyrir að telja. Hugmyndin er vel undirbyggð með athugun á íslenska
valdakerfinu, sem kemur fram á ýmsum stöðum, t.d í kaflanum um bisk-
upssveina (bls. 83-86), í umræðu um Ögmund biskup (bls. 89), í fimmta
kafla, sérstaklega þar sem fjallað er um veldi Daða og Jóns Arasonar, og
víðar. Þessi lýsing er sannfærandi og lýsir vel þjóðfélagsástandinu á tím-
anum fyrir siðskipti og á meðan á þeim stóð, þar sem lénsk smáveldi
börðust sín á milli um yfirráð.
Hins vegar finnst mér vera of langt gengið að lýsa kaþólsku kirkjunni
sem einhvers konar fgildi ríkisvalds á íslandi fyrir siðbreytingu (bls. 66).
Kjarni siðskiptanna var einmitt sameining tveggja valdakerfa, sem fram
að því höfðu oft tekist á, bæði hér á landi og annars staðar: kirkjunnar
°S hins veraldlega valds. Við siðskiptin fékk kirkjan sinn afmarkaða bás
’nnan ríkisvaldsins, í stað þess að vera sjálfstætt vald. Verkaskipting tók
við af klofningi. Þetta á einnig við á íslandi. Hins vegar er réttilega lögð
áhersla á að íslenska valdakerfið hafi allt fram að siðskiptum verið mjög
iénskt í eðli sínu, án mikils miðstjórnarvalds. Vald héraðshöfðingja var
■fyög mikið, svo sem öll saga síðmiðalda sýnir, engu minna en á Sturl-
Ungaöld eða fyrr. íslendingum hefur verið mjög tamt að líta á „afsal sjálf-
siæðisins" 1262-64 sem vatnaskil í sögu sinni. í ljósi rannsóknar Vilborg-
ar verður að líta svo á sem siðskiptin hafi verið miklu afdrifaríkari atburð-
Ur-1 rauninni hafi sjálfstæðisafsalið svokallaða aðeins verið lítilvægt mið-
'1<) við þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem urðu í umbrotum siðskipt-
anna, og í þessu sambandi er undirtitill ritgerðarinnar, Byltingin að ofan,
Ve* vahnn. Vilborg telur einnig að íslensk saga síðmiðalda hafi víðtækara
S*ldi en fyrir sögu íslands, hún gefi vegna heimildaauðgi ákveðna innsýn
vernig þjóðfélagsástand hafi getað verið í miðstjórnarlitlum eða -laus-
11111 Samfélögum miðalda í Evrópu, og er það áhugaverð hugmynd.
Hverjar voru þær þjóðfélagsbreytingar sem urðu í umbrotum siðskipt-