Saga - 1998, Blaðsíða 305
RITFREGNIR
303
kveðnu ríkti einveldi konungs. Þetta bendir til að efling miðstjórnarvalds
við siðskipti hafi jafnvel verið meira á yfirborðinu en í raun, eða að sókn
Hiðstjórnarvaldins hafi oft verið tímabundið átak sem dvínaði er tímar
liðu.
Eins og áður segir hefði verið ritgerðinni mjög til framdráttar að draga
1 efa ýmislegt í sagnfræðihefðinni, eins og eymd íslendinga undir stjórn
E*ana og hlutverk Jóns Arasonar sem þjóðernishetju. Öll umfjöllun um Jón
Arason hér sýnir að hann var maður hins gamla tíma, íslenskur miðalda-
Eöfðingi af gamla skólanum, og Vilborg hafnar því réttilega að hann hafi
verið endurreisnarmaður. Hún grefur því í raun réttri undan dýrkun
þjóðernissinna á þjóðfrelsishetjunni Jóni Arasyni, en tekur ekki að fullu
afleiðingunum af því. Það er þessi tvísýni eða skortur á samkvæmni sem
er megingalli verksins. Það er eins og höfundur hætti við hálfnað verk.
Meiri tengsl við íslenska umræðu eins og hún hefur verið síðustu árin
Eefði komið sér vel, til dæmis þá umræðu um forsendur þjóðernisstefn-
Unnar sem Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir og fleiri
þ^fa haft forgöngu um.
Af þessu tilefni má vekja athygli á ákveðnum klofningi í grundvelli
Þjóðernisstefnunnar. Gamla ísland, ísland miðalda, var samfélag án kon-
Ungsvalds, án borga, án miðstjórnarvalds. Ástæður þess voru framar öðru
einangrun landsins frá öðrum löndum og lítil hætta á utanaðkomandi
aras. Víðast á meginlandinu höfðu konungur og kirkja forystu um borg-
^yndun, en hér virðist enginn hafa haft hag af slíku. Þjóðfélagsþró-
Ur> miðalda var því ófullkomin hér, mörg þau fyrirbæri sem voru
°rðin rótföst í nálægum löndum fyrirfundust varla eða ekki á íslandi,
jafnvel grundvallaratriði eins og borgir og konungsvald. Öll hin kraft-
nnkla menning miðalda á íslandi var því eins og í andstöðu við þróunina
Snemma á nýöld, hún byggðist öll á lénskri yfirstétt sem stjórnaði sér sjálf.
fllík menning er í eðli sínu lítt nothæf sem fyrirmynd fyrir nútímaþjóðríki.
Eorsenda nútímaþjóðríkja er efling ríkisvalds snemma á nýöld, undir
Verndarvæng einvaldskonunga, einnig hér á landi. Það sem gerðist um
miðja 16. öld hér á landi var upphafið að endalokum hins gamla íslands.
Su þróun tók langan tíma. Lykilatriði hennar var þróun miðstýrðs ríkis-
Valds og síðar myndun borgarsamfélags, en þetta varð ærið sársaukafullt
lyrir samfélag sem hafði ekki eignast neinar borgir á miðöldum, hafði
®nga hefð fyrir borgarsamfélagi eða miðstjórn af neinu tagi. Líklega eru
islendingar enn að súpa seyðið af þessu. Hugmyndafræði íslenska þjóð-
ríkisins hefur verið sótt aftur í lénska fortíð, aftur til þjóðveldisaldar,
grundvöllur nútímans er falskur á meðan svo er.
i iöfundur leggur eins og áður segir mikla áherslu á að stjórnarform ein-
Veldisins hafi fyrr náð fótfestu hér á landi en í Danmörku, og að það hafi
h®fl íslandi illa. Kaþólskan hefði hæft íslendingum miklu betur.