Saga - 1998, Blaðsíða 33
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
31
Biskup metur helgi messudaga meir en þinghelgina. í guðsgrið-
um fólst að bann var lagt við vopnaburði á helgidögum, þ.á m.
uiessudögum dýrlinga. Þrátt fyrir vilyrði um laun fyrir handan
lætur Hafliði ekki sannfærast og metur þinghelgina ofar dags-
helginni. Margt bendir til að svo hafi verið um fleiri. Sjaldan er
visað til dagshelgi í Sturlungu og oft er barist á stórhátíðum kirkj-
unnar, sunnudögum og messudögum dýrlinga.96 Jafnvel þekkist
að ófriður á helgidögum fylgi ættum. Kolbeinn Tumason féll á
i'daríumessu 1208 en á þeim degi um 30 árum fyrr hafði Arnór
Kolbeinsson, föðurbróðir hans, lent í rimmu við Svein Sturluson.
þessu ræður höfundur Prestsögu Guðmundar góða „að Kol-
beini var ættgengt að stilla eigi ákefð sína og reiði fyrir hátíðar
sakir Maríu drottningar".97
Undantekningar finnast á þessu. Hrafn Sveinbjarnarson vill
ekki berjast við Þorvald Snorrason kvöldið fyrir Jakobsmessu 1211
þó að hann eigi á honum færi.98 Árið 1236 vill Órækja Snorrason
*eSgja til atlögu við Sighvat og Sturlu en „Snorri var eigi búinn til
þess að fara að bróður sínum á þeim hátíðum er þá fóru í hönd"
°g mun átt við páskana eða föstuinnganginn. Ekki setur Sighvat-
Ur það fyrir sig og þeir Sturla fara með her manns að Snorra um
Páskana. Þórður Sturluson frétti það og fór til fundar við Sighvat:
"Veitti hann Sighvati átölur miklar um það er hann fór að bróður
s>num á hátíðum og segir að hann myndi taka stór gjöld fyrir
sh'kt af guði, gamall maður."99 Eftir víg Snorra árið 1241 fer
rækja að Reykholti á aðfangadag og tekur hús á Klængi Bjarnar-
syni skömmu eftir miðnætti. Klængur og menn hans „báðu sér
gdða. En Órækja kvað þá hafa grið skyldu þann hinn helga dag er
þá var yfir þá kominn." Klængur var svo veginn á annan dag
jóla.ioo
96 Sbr. Sturlunga saga, bls. 24,54-55, 68,136,146^7,168,174,183,218-19,229,
235, 260-61, 268, 273, 281, 293-94, 301-302, 307-308, 352-53, 371, 380-81,
427, 737.
97 Sturlunga saga, bls. 109.
98 Sama heimild, bls. 239.
99 Sama heimild, bls. 376-80. - Kristján Eldjárn, „Textaskýringar", bls. 568.
Snorri hefur e.t.v. haft sérstaka ástæðu til að forðast deilur við kirkjunnar
iienn, sbr. Torfi H. Tulinius, „Guðs lög í ævi og verkum Snorra Sturluson-
ar", bls. 36-37.
100 Sturlunga saga, bls. 442.