Saga - 1998, Blaðsíða 375
RITFREGNIR
373
Bókinni lýkur árið 1907, en þá var sonur þeirra, Einar sýslumaður og
skáld, að segja af sér embætti í Rangárvallasýslu til þess að sigla út í heim
að afla fjár til íslenskra fyrirtækja. Og vitaskuld hafði mikið vatn runnið
af fjöllum allt þetta skeið, sögulegir tímar í landi og þeir Einar og Bene-
dikt nærri dunandi miðju þeirra.
Hér er lýst hjónabandi Benedikts og Katrínar, skilnaði þeirra og örlög-
um, fjallað um stjórnmálabaráttu Benedikts og Þorbjargar systur hans,
deilur þeirra við ýmsa, sérkennilegt samband þeirra við Tryggva Gunn-
arsson, hvernig Einar tileinkaði sér ítrustu kröfur baráttumanna fyrir
sjálfstæði, sagt frá námi hans í lærða skólanum og í Kaupmannahöfn og
dreif þó fleira á dagana, lýst pólitískri baráttu hans, Sólborgarmálum,
embættisfærslu í Rangárþingi þegar hann var sýslumaður, útgáfu Dag-
skrár, Landvarnarflokknum, hjónabandi hans og Valgerðar Einarsdóttur
Zoéga og víst mörgu fleiru. I allt þetta blandast fjármálavafstur þeirra
feðga frá upphafi til enda, samskipti við fjölskyldu nær og fjær, utanferð-
ir Einars í margvíslegu skyni og ekki síst skáldskapur hans sem er settur
í samhengi við veraldarvafstur og æviþátt þar sem við á og heimildir
hrökkva til.
Um þetta hafa margir skrifað og skrafað í löngu máli og stuttu eins og
áður var sagt. En hér ber nokkuð nýrra við. Ég fæ ekki betur séð en Guð-
jón hafi verið einkar fundvís á nýjar heimildir, bæði einkagögn á handrita-
söfnum og frásagnir samtíðarmanna og mun þó meira í vændum. Mér
finnst lesandi ekki síst læra heilmikið nýtt um manninn Einar Benedikts-
son í heild sinni, ef svo má segja. Hér kemur hann til dyra eins og hann
var klæddur hverju sinni. Prentaðar heimildir eru tilgreindar á þriðja
hundrað, og vísað er til skjala í söfnum í Reykjavík og út um land og til
heimildarmanna. Og þetta er eljuverk; það er til dæmis mjög tímafrekt að
fletta blöðum og safna í sarpinn, og skrásetning ýmissa gagna á skjala-
söfnum er í skötulíki og því ekki hlaupið í þau. Inn í atburðarásina er flétt-
að skáldskap Einars og vekur með lesanda nýjan skilning, nýjar tilvísan-
ir; mörg kvæði eru tengd atburðum og veldur því að lesendur skynja þau
frá enn einum sjónarhólnum. Ég bendi á „Hvarf séra Odds frá Miklabæ",
kvæðið sem magnaði enn á ný draugasöguna um Solveigu, frásagnir um
draughræðslu þeirra feðga og Sólborgarmál, stef sem heyrist gegnum
söguna frá upphafi til enda. Það er líka gaman að lesa um tildrög ýmissa
kvæða þótt eftir sem áður standi þau ein og sér sem orðlistarverk; nefni
sérstaklega „Reykjavík, þjóðminningardaginn 1897" (Þar fornar súlur
flutu á land).
Lesendur fá skýra mynd af stórtækum heimsmanni, skáldlegum ofur-
huga sem borgaði illa stóru skuldirnar, en átti alltaf fé til þess að gleðja fá-
tæka. Það má líka segja að hér kynnist lesendur stórhuga fjárglæframanni
sem átti pólitískan metnað og sigldi í strand oftar en aðrir, en eignaðist