Saga - 1998, Blaðsíða 194
192
EINAR H. GUÐMUNDSSON
hjá Gísla Einarssyni í Skálholti.19 Runólfur hafði fundarstjórn með
höndum í öll skiptin og er talið að hann hafi látið prenta alla fyr-
irlestrana. í dag er ekki vitað um nein eintök af þessum ritum.
Runólfs naut ekki lengi við. Hann varð rektor við latínuskólann í
Christiansstad á Skáni árið 1651 og dó úr drepsóttinni 1654.20
Þegar Gísli Þorláksson fór utan til biskupsvígslu árið 1656 var
með í för bróðir hans, Þórður Þorláksson (1637-97), sá er síðar tók
við biskupsembætti í Skálholti af Brynjólfi Sveinssyni. Þórður
stundaði fyrst nám í Kaupmannahöfn, varð síðan rektor að Hól-
um (1660-63), en fór aftur utan til náms við háskólana í Rostock
og Wittenberg og víðar. Hann var hinn mesti hagleiks- og lær-
dómsmaður. Árið 1666 kom út á latínu íslandslýsing sú sem við
hann er kennd. Auk margvíslegra annarra starfa mældi hann
hnattstöðu Skálholts, gerði uppdrætti af íslandi og Norðurhöfum
og gaf út merkar rímbækur.21
Sú örstutta lýsing, sem hér hefur verið gefin á námi og störfum
19 Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár IV, bls. 272.
20 Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands II, bls. 71-72. - í æviskránni
Forseg til et lexicon over danske, norske og islandske lærdc tnænd eftir J. Worm er
hluti af ritskrá Runólfs (bls. 510) og er þar getið um ritið Tólffyrirlestrar um
náttúruspeki (Disputationes physicæ duodecim. Hafn. 1652. 4to). Þar sem
engin eintök munu lengur vera til af þessu riti er erfitt um það að segja,
hvort þetta eru fyrirlestrar nemendanna eða greinar eftir Runólf sjálfan.
Hvort tveggja gæti reyndar verið rétt, þvf á þessum tíma dispúteruðu ung-
ir nemendur stundum með því að lesa upp fyrirlestra eftir kennara sína og
verja efni þeirra. Meðal þeirra, sem dispúteruðu hjá Runólfi árið 1652, voru
auk Sigurðar þeir Þorkell Arngrímsson Vídalín og Teitur Torfason er áður
voru nefndir sem og tveir stúdentar sem lítið er vitað um, Jón Ólafsson (d.
1652) og Ólafur Magnússon (d. 1652?). Þorkell dispúteraði tvisvar. Hét ann-
ar fyrirlesturinn Um skilgreiningu ndttúruspekinnar og undirgreina hennar (De
definitione et partibus physicæ) en hinn Um tímann (De tempore). Teitur
hélt einnig tvo fyrirlestra: Um lögmál ndttúrulegra hluta almennt og þó sérstak-
lega um efnið (De principiis rerum naturalium in genere et in specie de ma-
teria) og Um vötnin yfir festingunni og stjörnuhimininn (De aquis super coel-
estibus et cælo sidero). Sigurður talaði um skapgerðina (De temperamento)
og Jón um formið (De forma), en viðfangsefni Ólafs er ekki lengur þekkt.
21 Össur Skarphéðinsson, „Magisters Þórðar landakort". - Þorvaldur Thor-
oddsen, Landfræðissaga íslands II, bls. 132-43. - Haraldur Sigurðsson, Korta-
saga Islands, bls. 81-87. - Sjá einnig grein Jóns Steffensens, „Alþýðulækning-
ar", bls. 103-92.