Saga - 1998, Blaðsíða 254
252
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
ismaðurinn og dóninn. Ljóð Kengons, Jóns Helgasonar, um Jakob
Möller"! Enga frekari skýringu, hvorki við mynd né í meginmáli,
fá lesendur á þessu nafni, sem þarna skýtur óvænt upp kollinum,
„Kengon", og gætu þá helzt haldið, að þetta væri skáldanafn Jóns
prófessors.
Bls. 147. Þar er sagt, að Stefán Pjetursson hafi við komu til
Khafnar árið 1930 „lent á fylleríi m.a. með Skúla Thoroddsen og
Sverri". Ekki mun neinn Skúli Thoroddsen þá hafa verið í Khöfn,
en í nafnaskrá er þetta talinn vera Skúli Thoroddsen, alþingismað-
ur, sem lézt árið 1916! Hér mun sennilega átt við Skúla Þórðarson
magister („kollega", sem kallaður var).
Bls. 158 (og víðar). Þar er nefndur Sigurður Jóhannesson, síðar
vegamálastjóri, en á að vera Jóhannsson. Nafnið er rétt undir hóp-
mynd á bls. 157, svo og í texta á bls. 185, en þó er prentvilla þar í
nafninu. í nafnaskránni eru svo gerðir tveir menn úr Sigurði. Á
sömu bls. er einnig nefndur Geir Agnar Zoega og hann titlaður
„síðar vegamálastjóri". Þetta er á árunum 1938-39 og á við son Geirs
G. Zoega, vegamálastjóra 1917-56, en þessi sonur hans og nafni
gegndi aldrei þeirri stöðu.
Bls. 167. Sagt er, að þrátt „fyrir mikið Þjóðverjahatur í landinu
virtist danska stjórnin ekki ætla að taka opinbera afstöðu með
eða á móti andspyrnuhreyfingunni". Danska ríkisstjórnin var
andstæð andspyrnuhreyfingunni allan tímann sem „samvinnu-
pólitík" flokkanna var við lýði (1940-43). Á sömu bls. er sagt frá
aðgerðum danska sjóhersins 29. ágúst 1943, en ekki minnzt á, að
þá lauk einmitt samstarfi flokkanna og ríkisstjórnin fór frá völd-
um, og engin stjórn tók við aftur fyrr en í stríðslok.
Bls. 170. Greint er frá „Sveins þætti Björnssonar", þ.e. Sveins Sv.
Björnssonar, tannlæknis í Khöfn (og hans er einnig getið á bls.
177), en í nafnaskrá er hann talinn vera Sveinn Björnsson, sendi-
herra, sem var faðir hans.
Bls. 175-76. Hér kemur afar einkennilegur texti. Talað er um
„uppákomur galdramannsins Karls Einarssonar Dunganons, greif-
ans af Sankti Kilda", og vitnað í gamansama fundargerð Magnúsar
Kjartanssonar frá 1941. Síðan segir höfundur, að Dunganon hafi
verið tekið „með virðingu og af mikilli alvöru í stúdentafélaginu",
þrátt fyrir það, að Jón Helgason „forðaði honum þar með frá því
að vera hrópaður niður með hávaða og gauragangi því líklega
hefði honum aldrei tekist að fá hljóð í salinn nema fyrir tilstilli