Saga - 1998, Blaðsíða 282
280
RITFREGNIR
unni í greininni „Nýting lands" (hafði ritað nánar um sama efni í Islenskri
pjóðmenningu). Þessar greinar takmarkast ekki við landnámstímann held-
ur spanna löng tímabil, sögu íslandsbyggðar endilanga og jafnvel forsög-
una aftur á ísöld.
Grein þeirra Árnýjar og Sigfúsar er reyndar ekki síður lýsing á rann-
sóknaraðferð en á þekkingunni sem aflast hefur, og má að því leyti setja
hana í flokk með þremur mjög gagnlegum greinum öðrum: „Frjógrein-
ing. Frjókorn sem heimild um landnámið" eftir Margréti Hallsdóttur,
„Aldursgreiningar með geislakoli" eftir Árnýju E. Sveinbjörnsdóttur og
„Gjóskutímatal og gjóskulög frá tíma norræns landnáms á íslandi" eftir
Guðrúnu Larsen.
Hjá Árnýju gætir þess sums staðar að hún stikli á efni sínu of stuttlega
eða of tæknilega til þess að auðvelt sé fyrir ófróðan lesanda að skilja til
hlítar. Hins vegar dregur hún fram vissar hliðar á geislakolsaðferðinni
sem ekki hefur borið mikið á í hinni líflegu umræðu um notkun hennar
og niðurstöður í íslenskri fornleifafræði. Sérstaklega er merkileg lýsing
hennar á möguleikunum sem felast í því að mæla þungt kol (13C) auk
geislakols (14C), bæði til þess að meta uppruna kolefnisins og leiðrétta ald-
ursgreininguna. Því er, segir hún, „nauðsynlegt að mæla ð13C í öllum sýn-
um sem á að aldursgreina" (bls. 116). En ekki kemur fram að hvaða marki
það hafi verið gert í hérlendum rannsóknum eða með hvaða árangri.
Grein Guðrúnar Larsen er í nokkrum sérflokki í bókinni, vönduð og ræki-
leg ritgerð sem ekki ber mikil merki uppruna síns í stuttum fyrirlestri. Hin
nýja tímasetning Landnámslagsins, um 871, sem ekki kom fram fyrr en
1995, er útskýrð hér, og hana þarf að hafa í huga við lestur annarra greina,
einkum um frjókornagreininguna.
Með þessum ritgerðum eru allgóð skil gerð hjálpargreinum fornleifa-
fræðinnar, þeim sem einkum snúa að tímasetningu landnámsins. Forn-
leifafræðin sjálf, sem ber þó beinasta ábyrgð á túlkun landnámsins að
öðru leyti, á aðeins eina grein í bókinni, eftir Guðmund Ólafsson um
„Vitnisburð fornleifafræðinnar um landnám íslands". Það er stutt og
skýrt yfirlit, staðfesting á sjónarmiðum sem lesendum Sögu eru t.d. kunn-
ug frá Kristjáni Eldjárn í Sögu íslands og Þór Magnússyni í íslenskri þjóð-
menningu. Yfirlit Guðmundar miðast (fyrir utan neðanmálsgrein um róm-
verska peninga) við stöðu rannsókna 1990 (vísar t.d. ekki til doktorsrit-
gerðar Bjarna Einarssonar), og rýmið leyfir honum ekki að rökræða ein-
stakar rannsóknir, nema hvað hann andmælir vissum tímasetningarrök-
um Margrétar Hermanns-Auðardóttur.
íslensk fræði eiga fjóra fulltrúa í þessari bók. Inngangsritgerð hennar er
eftir Ólaf Halldórsson: „Málið og menningin", með hugleiðingum um
mótun íslenskrar tungu og fleiri menningaratriða. Jakob Benediktsson:
„Ritaðar heimildir um landnámið", rifjar upp meginatriði um íslendinga-