Saga - 1998, Blaðsíða 249
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
247
ar í dagblöðum, mjög vinsamlegir, en án þess nokkrar athuga-
semdir væru gerðar við efnismeðferð og frágang nema að óveru-
legu leyti, frekar var inntakið einber lofsyrði. Sýndi það fyrst og
frernst glöggt, hvernig bækur eru afgreiddar á færibandi í dag-
blöðunum fyrir jólin. Þó að ég teldi, að um frumsmíð ungs höf-
undar ætti að fara fremur mildum höndum, og ekki að kæfa hann
1 feðingu með harkalegum dómi, þá er það svo, að um hann gilda
somu reglur og í uppeldi, hinum unga og óreynda verður að
kenna greinarmun á réttu og röngu, svo að hann kunni fótum sín-
um forráð á óförnum vegi. Þetta verður auðvitað að gerast með
sanngjörnum hætti. Ég beið því með nokkurri eftirvæntingu eftir
ÞVÚ að tímarit sagnfræðinga, Saga 1997, mundi taka þessa bók fyr-
lr a faglegum grundvelli, dæma verkið á málefnalegan hátt, segja
kost og löst, af velvilja og áreitnislaust. Engin ástæða var fyrir rit-
dómarann að reyna að koma því höggi á hinn unga höfund, að
hann væri sleginn niður í eitt skipti fyrir öll. En höfundi, sem er að
le8gja út á braut sagnfræði og útgáfu á því sviði, er enginn greiði
8erður með því að lofa verk hans upp í hástert, ef á því er sannan-
lega að sjá lýti, sem bezt er að forðast á frekari höfundarbraut.
í’etta er einmitt það, sem ritdómara Sögu verður á í misskilinni
góðsemi sinni að því er virðist. Og þegar hann hefur fátt nema
Jofsyrði um rit að segja, sem augsýnilega er fullt af misfellum, og
lnykkir á því oftar en einu sinni, að þetta sé „vel unnið" verk, en
gerir óverulegar athugasemdir eða leiðréttir varla nokkra villu, þá
getur manni ekki nema blöskrað. Manni verður á að spyrja: Hvers
a ungur höfundur að gjalda, að honum skuli ekki hreinskilnislega
Sagt, hvað hér sé að? Honum hafi orðið á vinnubrögð, sem fræði-
menn ættu að forðast. Þetta sé ekki allt gott og blessað. Og hvers
^egna hafa ráðhollir menn brugðizt svo herfilega hinum unga
otundi, að lesa ekki yfir svo umfangsmikið rit, áður en það gekk
a Þiykk? Einn yfirlestur dómbærs manns hefði getað útrýmt
,T|órgum villum og lagað ritið verulega.
Ur því þejr jiafa brugðizt, sem hlut hafa átt að máli, finnst mér
unnað en að benda á sitthvað, sem mér sýnist hinum unga
undi eigi að vera víti til varnaðar á frekari fræðimannsbraut.
er er þó engan veginn um tæmandi lista að ræða.
uPphafi, bls. 9, verður höfundi það á, að eigna kvæði eftir Jón
°roddsen, skáld og sýslumann, sonarsyni hans samnefndum,
°g Þetta bendir ritdómari Sögu einnig á.