Saga - 1998, Blaðsíða 124
122
AXEL KRISTINSSON
hluta aldarinnar en flest birtast ekki í heimildum fyrr en um miðja
öldina, þegar konungsvald var mjög að eflast og má þannig setja
þau í samband við skilvirkara stjórnkerfi konungs á þeim tíma.38
í sýslubréfum sem varðveist hafa frá 15. öld og framan af þeirri
sextándu eru sýslur skilgreindar með öðrum hætti. Þegar Ólafi
biskupi Rögnvaldssyni var veittur Skagafjörður um tíu ára skeið
1459 var talað um „krúnunnar lén Skagafjörð."39 Oftast var þó tal-
að um sýslu milli ákveðinna marka en stundum var miðað við
þingin eða jafnvel taldar upp sveitirnar.40 Árið 1521 finnst þess
enn dæmi að manni sé veitt sýsla sem hefur mjög svo önnur tak-
mörk en síðari tíma sýslur. Þá fær Jón Þórðarson lögmannsveit-
ingu fyrir sýslu milli Hvítár og Skraumu.41 Þetta eru núverandi
Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla auk smásneiðar af
Dalasýslu - nokkurra bæja úr einum hreppi. Það er því ekki fyrr
en á 16. öld sem sýslur fá föst mörk og verða að varanlegum
stjórnsýslueiningum.
Litlar upplýsingar eru til um sýsluskiptingu á 14. öld þannig að
ekki er hægt að sýna mótun hennar að fullu. Heimildir þessa tíma
bregða aðeins upp snöggum svipmyndum af sýsluskiptingunni
eins og hún var hverju sinni. Þær duga þó til að sýna að hún var
mjög breytileg. Ein mikilvægasta heimildin er skattbændatal sem
varðveist hefur í ungum handritum og ársett er 1311.42 Það var
vafalaust tekið svo að konungur gæti fylgst með því að sýslumenn
svikjust ekki um að skila öllum skattinum sem þeir innheimtu fyr-
ir hann. Allir skattbændur greiddu sömu upphæð þannig að að-
eins þurfti að vita fjölda þeirra til að reikna út skattinn.43 Því má
38 Björn Þorsteinsson, íslenzka skattlandið, bls. 67.
39 D.I. V, bls. 202. Sjá og kvittunarbréf frá 1469 (D.I. V, bls. 551-52) þar sem
einnig er talað um lénið Skagafjörð.
40 T.d. var talað um sýslu milli Varðgjár og Úlfsdalafjalla (D.i. VI, bls. 447 og
VIII, bls. 153), milli Geirhólms og Langaness (D.I. VII, bls. 644 og VIII, bls.
297), milli Þjórsár og Jökulsár (D.I. VII, bls. 696, IX, bls. 494, 707, 740 og X,
bls. 74. - Rangárþing er nefnt í leiðinni á þremur stöðum), milli Gilsfjarð-
ar og Langaness (D.I. VIII, bls. 274), milli Jökulsár og Norðfjarðarnípu (D.I.
IV, bls. 263) í Vöðluþingi (D.I. VI, bls. 545), um Kjós, Kjalarnes og með
Sundum (D.I. VI, bls. 718).
41 D.I. VIII, bls. 832.
42 Besti textinn er hjá Birni M. Ólsen, „Um skattbændatal 1311", bls. 297-99.
43 Sbr. Björn M. Ólsen, „Um skattbændatal 1311", bls. 306. Má reyndar bæði