Saga - 1998, Blaðsíða 380
378
RITFREGNIR
hagsumræðu. Þeirra á meðal má nefna verðbólgu, atvinnuleysi, gengis-
mál, fiskveiðistjórnun, eignarrétt og hagvöxt. Allar eru þessar ritgerðir vel
samdar og vandlega rökstuddar. Gat ég ekki í fljótu bragði fundið í þeim
neina alvarlega galla, hvorki hvað snertir staðreyndir né rökræna bygg-
ingu. Ritgerðir þessar eru því ótvírætt gagnleg lesning fyrir alla þá, sem
áhuga hafa á viðkomandi málefnum.
í þriðja hluta bókarinnar víkur Hannes frá því að skoða hagkerfið sér-
staklega og að því að athuga ríkisvaldið og fyrirkomulag þess. Hann vek-
ur athygli á því, að til séu gæði, sem markaðskerfið sé ekki vel í stakk búið
að ráðstafa í samræmi við heildarhagsmuni. Á meðal slíkra gæða eru
svokölluð samgæði (e. public goods). Samgæði eru gæði, sem eru þess
eðlis að allir fá þeirra notið, hvort sem þeir leggja af mörkum til þeirra eða
ekki. Slík gæði eru því tæplega seljanleg og því ljóst, að hagsýnir einstak-
lingar hefðu takmarkaðan áhuga á að framleiða þau. Algeng dæmi um
samgæði eru t.d. landvarnir, náttúruvernd og löggæsla. Þá eru fjölmörg
gæði þeirrar náttúru, að neysla þeirra eða framleiðsla hefur í för með sér
ytri áhrif (e. external effects) á aðra einstaklinga eða fyritæki. í markaðs-
kerfinu er því hætt við því, að neysla og framleiðsla þessara gæða sé ým-
ist of mikil (neikvæð ytri áhrif) eða of lítil (jákvæð ytri áhrif). Dæmi um
neyslu eða framleiðslu gæða, sem hafa í för með sér neikvæð ytri áhrif,
eru t.d. mengun af bílaumferð og framleiðsla málma í málmbræðslum.
Meðal annars vegna samgæða og ytri áhrifa er Ijóst, að markaðskerfið
getur ekki eitt sér skapað fyllstu hagkvæmni í hagkerfinu. Því telur Hann-
es að einhvers konar ríkisvald sé nauðsynlegt. Ritgerðirnar þrjár í þriðja
hluta bókarinnar snúast síðan um þetta ríkisvald. Annars vegar greinir
Hannes þau mjög svo umtalsverðu hagrænu vandamál, sem ríkisvaldi og
sameiginlegum ákvörðunum yfirleitt fylgja. Beitir hann þar ýmsum nið-
urstöðum úr svokallaðri almannavalsfræði (e. public choice theory), en sú
fræðigrein hefur þróast hratt undanfarna tvo til þrjá áratugi. Hins vegar
leitast hann við að finna mörk ríkisvaldsins með því að athuga að hvaða
marki markaðsöflin geta séð fyrir þeirri þjónustu, sem hið opinbera hefur
til þessa jafnan sinnt. Róttækastar í því efni eru ugglaust hugleiðingar
hans um einkarekið réttarkerfi í næstsíðustu ritgerð bókarinnar. Þar fjall-
ar hann um hið einkarekna réttarkerfi í íslenska þjóðveldinu og verður sú
umfjöllun vart skilin öðruvísi en svo að hann telji að svipað fyrirkomulag
gæti reynst vel í nútímasamfélagi. Hannes er ekki einn um þessa skoðun.
Innan hagfræðinnar, einkum réttarhagfræðinnar og almannavalshagfræð-
innar, vex skoðunum af þessu tagi mjög fiskur um hrygg. Fyrir liggur að
kostnaður við löggæslu, réttarvernd og refsingar hefur vaxið mjög á Vest-
urlöndum á undanförnum áratugum jafnframt því að glæpum hefur
fjölgað og öryggi borgaranna minnkað. Hér er greinilega við alvarlegt