Saga - 1998, Blaðsíða 363
RITFREGNIR
361
ur vel. Stundum verður höfundi furðu mikið úr litlu. Þar má nefna versl-
un Gunnlaugs Jónssonar, sem var starfrækt í tvö ár. Mjög athyglisvert er,
hvað Amþór hefur fundið margt um Jón ívarsson og störf hans. Hann var
kaupfélagsstjóri á Höfn liðlega tvo áratugi, umdeildur maður, sem lét flest
málefni til sín taka. Höfundi tekst vel að láta hann njóta sannmælis fyrir
góðan árangur á ýmsum sviðum en draga jafnframt fram ummæli mót-
stöðumanna hans.
Næsti kafli heitir „Búskapur Hafnarbúa og fjarðarnytjar" (21 bls.).
Framan af höfðu flestir íbúar smábúskap og heyjuðu gjarnan í eyjum í
firðinum, auk þess að hafa úr honum fiskmeti: lúru, silung og stundum
þorsk. Þetta bætti upp stopula launavinnu. Til skýringar má nefna, að
Arnþór telur hafa verið 51 skepnueiganda á Höfn árið 1939 (íbúðarhús
voru 44). Þeir hafi samtals átt 66 kýr, 16 hross, 1.018 fjár og 259 hænur.
Töðufengur 48 þeirra hafi verið 3.042 hestar og úthey 365 hestar. Þá hafi
þeir skorið upp 1.080 tunnur af kartöflum og 64 tunnur af rófum. Þetta er
mjög mikill búskapur, miðað við umsvif Hafnarnesbænda á 18. og 19. öld.
Austur-Skaftfellingar náðu svo langt að taka öðrum fram í kartöflurækt
(bls. 179). Svokölluð ræktunarlönd á Höfn skiptu miklu máli á kreppuár-
unum.
Síðan tekur við kaflinn „Atvinnulíf" (67 bls.). Þar er margt sett undir
einn hatt, en höfundi hefur þótt það allt eiga saman í einum aðalkafla.
Fyrst er fjallað almennt um atvinnuástandið og hvers konar vinnu var að
hafa í plássinu. Síðan kemur sérstæður kafli, sem er byggður á dagbók
Þórarins Núpans 1935-36. Hann skráði, hvað hann sjálfur, kona hans og
sonur þeirra höfðu fyrir stafni hvern einasta dag ársins. Það hefur höf-
undur sett upp í fróðlegar töflur, auk þess að vinna alllangt meginmál
upp úr dagbókinni og öðrum upplýsingum. Trúverðugt er, að þetta sé
dæmigert fyrir margt fólk, sem gekk að almennum störfum á Höfn. Kjara-
mál og verkalýðsfélagið fá góða umföllun en hóflega langa. Gísli Sverrir
Arnason skrifaði fyrir fáum árum vandaða bók um þau efni, svo að eink-
um var þörf á yfirliti. Síðan segir frá Sparisjóði Nesjahrepps, póstaf-
greiðslu og símstöð, sem allt átti lengur eða skemur heimili á bænum Hól-
um. Næst taka við árabátaútgerð, með áhugaverðri töflu um aflabrögð, og
langt mál um vélbátaútgerð aðkomumanna. Um árabil voru vélbátar frá
flestum plássum á Austfjörðum gerðir út á vetrarvertíð frá Höfn. Þetta
mun vera erfitt rannsóknarefni og sjómanna úr Múlasýslum lítið getið í
heimildum Hornfirðinga, en Arnþór hefur gert því sannfærandi skil frá
sínum bæjardyrum. Ef til vill geta Sunnmýlingar einhverju við bætt, þeg-
ar þeir hafa þetta í höndum, svo að ein byggðasagan hjálpi annarri. Síðan
koma aðrir þættir um sjávarútveg, þar á meðal umsvif Þórhalls Daníels-
sonar, mikils athafnamanns, sem einnig er getið í kaflanum um verslun og
víðar í bókinni. Næst tekur við furðu brösótt vélbátaútgerð Hornfirðinga