Saga - 1998, Blaðsíða 366
364
RITFREGNIR
vegna er til dæmis aðeins vísað á að fletta upp Þórunni Bjarnadóttur á bls.
104, þótt rækilegri texta við mynd af henni sé að finna á bls. 215, með til-
vísun til minningargreinar. Hið sama á við margar bækur, svo að ábend-
ingin er almenns eðlis.
Ekki eru skrár með öðrum sérnöfnum eða atriðisorðum, svo að gott
hefði verið að hafa fleiri millivísanir. Fróðleikur getur átt heima á fleiri en
einum stað, þótt höfundur sé réttilega spar á að tyggja hann upp marg-
sinnis. Til dæmis segir frá vindrafstöðvum á bls. 54 og rafvæðingu í nær-
sveitum á bls. 128, en um rafvæðingu á Höfn er fjallað á bls. 78-80. Um
bragðvont neysluvatn ræðir á bls. 255, án þess að lýsa göllunum frekar.
Hins vegar er einkum fjallað um vatn á bls. 77-78 og ekki vikið að bragð-
inu. Höfundur hefur fundið lítt kunnar heimildir um verslun Guðmund-
ar Gíslasonar og Bjarna Bjarnasonar, sem eyðilagðist í húsbruna 1929. Frá
henni segir í kafla um íbúðarhús á bls. 107-108 en ekki í verslunarkaflan-
um. Strax er til bóta, þegar til dæmis er á bls. 236 vísað án blaðsíðutals til
annarra kafla, varðandi hlutaskipti á árabátum.
I bókinni eru 373 ljósmyndir með vönduðum myndatextum, sumum
löngum. Einnig eru nokkrar teikningar, þar á meðal eftir Hákon Valdi-
marsson, sem er drátthagur. Þá er hér að finna átta litprentuð kort, sem
Sigurgeir Skúlason gerði, og 35 töflur af ýmsu tagi, oft með áhugaverðri
tölfræði. Greinargóðar skrár eru um allt þetta, en tvö línurit á bls. 177 hafa
ekki þótt eiga heima í neinni skránni. í töflum er vísað til heimilda.
Bókin er í stóru broti, 27 sm x 20,5 sm, tvídálka og spássíur smáar, letr-
ið 10,5 punktar á 12 punkta fæti. Þétt hönnun blaðsíðna geðjast mér vel,
en hún er verk Halldórs Þorsteinssonar. Ef einhver saknar þess að hafa
ekki pláss til að skrifa minnisatriði á spássíur, er aftast í bókinni auð síða.
Pappír er vandaður, kremaður, glanslaus og í meðallagi þungur. Prentun
hjá prentsmiðjunni Odda er góð og bókband ekki ótraustlegt að sjá, gyll-
ing á kili stórkarlaleg með bókarnafni á langveg. Á saurblöðum er ljós-
mynd, sem Steinþór Sigurðsson tók. Framan á kápu er málverk eftir
Svavar Guðnason. Prentvillur ætla ég vera fáar og meinlausar. Eiríkur P.
Jörundsson safnstjóri hafði umsjón með útgáfunni af hálfu bæjarstjórnar.
Við byggðasöguritun er vandratað það meðalhóf, að gera textann skilj-
anlegan, án þess þó að eyða heilu og hálfu blaðsíðunum í almennt snakk
um málefni og hag þjóðarinnar. Frá því kemst Arnþór prýðilega. Hann er
yfirleitt við leistann sinn, austur á Höfn eða í nærsveitum, en allt kemst til
skila. Spyrja má, hvort aðalatriði týnist í smáatriðum, því að farið er um
víðan völl með góðri nákvæmni. En ítarleiki umfjöllunar virðist yfirleitt
vera í trúverðugu hlutfalli við eðlilegt vægi málefna, þótt svo huglæga
niðurstöðu megi að álitum gera. Textinn er efnismikill, málfar gott og
framsetning og ályktanir vandaðar. Sýnilega er rannsókn þessi ítarleg og