Saga - 1998, Blaðsíða 255
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
253
Jóns". Hér hefði þurft að vera dálítil skýring á því fyrir almenn-
an lesanda, hver hann var þessi „galdramaður" og „greifi", sem
höfundur segir, að hafi verið tekið „af mikilli alvöru" - eða hitt þó
heldur!
Bls. 180. Þar er sagt, að sendiráð íslands í Kaupmannahöfn hafi
verið stofnað árið 1918. Þótt sendiráðið eigi rætur í sambandslaga-
samningnum 1. desember 1918, var það ekki sett á stofn fyrr en
árið 1920, er Sveinn Björnsson tók við þeirri stöðu. Á sömu bls. er
sagt, að Sveinn hafi verið kallaður heim til starfa fljótlega „eftir
hernám íslands þann 10. maí 1940". Hið rétta er, að það var eftir
hernám Þjóðverja í Danmörku hinn 9. apríl sama ár.
Bls. 181 og víðar. Sagt er frá Önnu Steffensen, sendiráðsritara í
Khöfn, en hér er að sjálfsögðu átt við Önnu Stephensen, dóttur sr.
Páls Stephensens, sem lengi var prestur í Holti í Önundarfirði.
Bls. 184-85. Bæði í texta undir mynd og í meginmáli er eigin-
kona Jóns prófessors Helgasonar nefnd Þórunn Ásta Björnsdóttir,
en hið rétta var Þórunn Ástríður Björnsdóttir, og hún einlægt köll-
uð Þórunn, þótt fyrr á árum hefði hún af sumum heimilisvinum
verið kölluð Ásta. Á þetta hefðu kunnugir bent, ef lesið hefðu yfir.
Bls. 188. Þar segir, að Jón Helgason hafi haft „litlar mætur á Há-
skóla íslands". Ég hygg hér sé ofsagt. Þess hefði mátt geta, að svo
núkils mat hann H.Í., að hann lagði þar fram og varði síðan dokt-
orsritgerð sína árið 1926, en ekki í Hafnarháskóla.
Bls. 190. Þar er sagt: „99,5% greiddu atkvæði með lýðveldis-
stofnun". Skv. skýrslum Hagstofu íslands greiddu 97,35% atkvæði
með uppsögn sambandslaga (2,65% sögðu nei, eða skiluðu auðu
°g ógildu), en 95,04% greiddu atkvæði með stjórnarskrá lýðveld-
^sins (4,96% sögðu nei, eða skiluðu auðu og ógildu).
Bls. 193. Þar segir, að lesa hafi mátt úr orðum Jakobs Benedikts-
sonar á fundi 1940, að honum hafi þótt „töluvert minna til nýstúd-
enta í upphafi fimmta áratugarins koma en þeirra er voru sam-
ferðamenn hans á þeim þriðja" (leturbr. mín). Ég leyfi mér stórlega
að efast um, að rétt sé eftir Jakobi hermt. í upphafi fimmta áratug-
ar (þ.e. eftir 1940) komust nefnilega svo til engir íslenzkir stúdent-
ar til Hafnar vegna stríðsins, og ég trúi ekki, að Jakob hafi haft svo
h'tið álit á því mannvali stúdenta, samferðamanna hans á fjórða
aratugnum (1930-40), að hann geti þeirra að engu.
Éls. 195. Þar er sagt, að „helzta nýjung" Háskóla íslands um
1940 hafi verið upphaf verkfræðikennslu sama ár. Gleymt er þá