Saga - 1998, Blaðsíða 374
372
RITFREGNIR
en þess eru þó dæmi í ævisögum og sagnaþáttum, og sú er alls ekki raun-
in hér.
Höfundar ævisagna dáins fólks skrifa yfirleitt alltaf í þriðju persónu, og
oft njóta andstæðingar söguhetjunnar ekki fullrar sanngirni; að minnsta
kosti er málstað þeirra stundum lítt á loft haldið. Aðdáun höfundar á að-
alpersónunni veldur því að eins konar huliðshjálmur er settur á höfuð
andstæðinganna, þeir verða óljósar fígúrur baksviðs, gjarnan með nei-
kvæðu yfirbragði og innræti.
Ævisaga Einars Benediktssonar fellur að sjálfsögðu í flokk ævisagna
um dauða menn, með sínum hætti þó, því að atburðir eru sviðsettir frem-
ur en að frá þeim sé greint í hefðbundnum frásagnarstíl þriðjupersónu
ævisagna, eða með orðurn höfundar í eftirmála: „Aðferð mín við ritun
sögunnar er að sviðsetja atburði meira en ég hef gert í fyrri verkum mín-
um. Sú sviðsetning er þó gerð samkvæmt bestu heimildum og hvergi
gengið í berhögg við þær." Vissulega er greint skilmerkilega frá því sem
söguhetjunni kemur illa og hentaði ekki ef verið væri að skrifa gloríu. Og
þetta er býsna mikið rit. Meginmál bókar er í 30 köflum á 350 síðum, þá
taka við heimildatilvísanir og -skrár á næstu 30 bls., síðan er nafnaskrá og
eftirmáli. Myndefni er ríkulegt, en það er sérstaklega prentað á fjórar ark-
ir, 64 síður, sem er skeytt inn í prentmálið; sumar myndir birtast því áður
en myndefnið er hluti sögunnar. Mér finnst best að tengja saman orð og
mynd, brjóta myndir inn í meginmál þar sem við á, sameina orð og sjón.
Margar myndanna hafa ekki birst áður, þær eru allar stórar og á heilsíðu,
myndatextar eru upplýsandi, og myndaskrá bíður vísast lokabindis
verksins; líklega verða margar myndir birtar fyrsta sinni í þessu riti og því
brýnt að fá greinargerð urn uppruna þeirra og varðveislu.
í auglýsingu í Bókatíðindum 1997 segir m.a. að bókin fjalli um „goðsögn-
ina, stórskáldið, fjármálamanninn, pólitíkusinn, embættismanninn, ævin-
týramanninn, - um manninn Einar Benediktsson". Nú er dagljóst að
margir hafa ritað um Einar Benediktsson langt mál og stutt, einkum þó
skáldið og ævintýramanninn, en lfka um fjármálamanninn og embættis-
manninn, en „enginn, ef frá er talinn Steingrímur J. Þorsteinsson prófess-
or, lagt sig verulega eftir að kanna frumheimildir um skáldið. ... Mikið af
öðru sem birst hefur um Einar á prenti er byggt á sögusögnum og sumt af
því ærið ágrips- og þjóðsagnakennt. Það þótti mér réttlæta vinnu mína",
segir Guðjón í eftirmála. Þá vaknar spurningar: Hvernig hefur tekist til?
Bætir þessi bók einhverju við?
Sagan hefst á útmánuðum 1850 þar sem Benedikt Sveinsson þeysir
heim í Reynistað til þess að kenna Stefáni Einarssyni Stefánssonar og
Ragnheiðar Benediktsdóttur Vídalín. Hann siglir til Hafnar að lesa lög
haustið 1852 með tilstyrk Einars bónda, en heima sat í festum Katrín Ein-
arsdóttir barn að aldri, 11-12 ára, hann 25. Þau voru gefin saman 1859.