Saga - 1998, Blaðsíða 224
222
EINAR H. GUÐMUNDSSON
doms gafua helldur gott ad nióta, enn þessarar yfersionar
æfenlega ad giallda, þuij meire manndomur er ad stidia
eirn en fella tyu, og stor neid er ad vita, skillde hann til
einkis suo leinge studerat og vel forframast hafa, og hans
miked agiætur lærdomur ad ongu verda, huad ed skedur ef
þier og yfervallded vilied ecke nád og vægd syna. Hier ad
auke hefur vor skole stora þorf og naudsyn a þuijlijkre
vellærdri personu sem hann er, og ma hans ecke vel j missa,
þuij ecke eru hier j landi nu þær personur fyrer hendi sem
ad lærdomi vid hann iafnest, og vijsast verdi ecke suo brad-
lega fundnar.
Svar Matthíasar er ekki lengur til, en það hefur augljóslega verið
jákvætt, því Gísli hélt embættinu.75
Þrátt fyrir áminningar Brynjólfs biskups og eftirlit tókst Gísla
ekki að slíta sig algjörlega úr klóm Bakkusar og komst hann að
minnsta kosti tvisvar sinnum í klípu af þeim sökum. í annað
skiptið lenti hann í barneignarbroti,
en biskupinn M. Brynjólfur, með leyfi og í trausti yfirvalds-
ins, lét hann samt halda við skólaþjónustuna, og skrifaði
fram fyrir kongl. MajST-, að svo hefði gert, og bað að kongl-
náð vildi þetta eptirláta, því hann hefði engan betri né svo
góðan þar til.76
í hitt skiptið, vorið 1654, varð Gísla það á, að fara móðgunarorð-
um um Solveigu ísleifsdóttur, konu séra Þorsteins Jónssonar
(d. 1668) í Holti og tengdamóður Þorkels Arngrímssonar Vídalíns.
Varð af þessu nokkur rekistefna, en Brynjólfur skarst í leikinn eins
og fyrri daginn og bað Þorstein að fyrirgefa Gísla þetta „ölskap-
armismæli". Gísli baðst síðan sjálfur auðmjúklega afsökunar og
varð ekki meira úr því máli.77
í samanburði við fyrstu fjögur árin í skólameistaratíð Gísla virð-
ast þau sex sem á eftir komu hafa verið tiltölulega friðsamleg og
án stórra tíðinda. Að hætti skólameistara mun hann fljótlega hafa
75 Jón Helgason, Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, bls. 28-34. - Sjá
einnig Jón Halldórsson og Vigfús Jónsson, Skólameistarasögur, bls. 141 og
Hannes Þorsteinsson, „Ævir lærðra manna".
76 Jón Halldórsson og Vigfús Jónsson, Skólameistarasögur, bls. 141.
77 Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, bls. 33-34. - Sjá einnig Hannes
Þorsteinsson, „Ævir lærðra manna".