Saga - 1998, Blaðsíða 328
326
RITFREGNIR
lesandi saknar þess þó að ekki er atriðisorðaskrá í ritinu, sem hefði kom-
ið að miklu gagni þar sem víða er farið um í tíma og rúmi.
Heimildir ritsins eru allfjölbreyttar. Mikilvægasta heimildaefni rann-
sóknarinnar eru teikningar, ljósmyndir og uppmælingar sem höfundur
safnaði í eigin vettvangsferðum 1959 og 1961 auk gagna úr fyrri rann-
sóknarleiðöngrum, Dam'els Bruuns 1896,1898 og 1905 og Holgers Rasmus-
sens 1947 og 1949. Höfundur lætur þó ekki staðar numið þar. Hann hefur
gert ítarlegar athuganir á óprentuðum heimildum sem varðveittar eru á
skjalasöfnum, m.a. dómabókum, eignaskrám, dánarbúum og verslunar-
skjölum, auk heimilda á borð við fornleifaskýrslur, landfræðirit, ferða-
bækur og þjóðlífslýsingar.
í textanum er oftast vx'sað til heimilda, aðallega þó þeirra prentuðu. í
heimildaskrá er gerð góð grein fyrir þeim. Meira skortir á að lesandi geti
fengið yfirlit yfir hið óprentaða efni sem notað er. Er það nokkur skaði,
því það er umfangsmesta efnið og vekur forvitni áhugasams lesanda. í ís-
lensku samhengi má til dæmis nefna byggingarsögulegt samanburðarefru
sem höfundur hefur safnað á íslandi um íslenskar byggingar árið 1974.
Það hefði verið einkar forvitnilegt að fá nánari upplýsingar um hvers kon-
ar heimildaefni þar væri á ferðinni. Líklegt er þó að það sé varðveitt a
Þjóðminjasafni Dana ásamt öðrum frumgögnum úr vettvangsferðunum,
þótt engin nánari grein sé gerð fyrir því heimildaefni í heimildaskrá.
Allnokkuð er vísað til íslenskrar byggingarsögu í þessu riti Bjarne Stok-
lunds, bæði stafkirkna miðalda, torfkirkna 19. aldar og rannsókna á gerð
íslenska torfbæjarins á ýmsum tímum. Þótt íslensk húsagerð sé ekki meg-
inefni bókarinnar hefur ritið tvímælalaust gildi fyrir íslenska byggingar-
sögu. Höfundur beitir víða samanburðarsjónarmiði, og má segja að hér sé
kastljósinu beint að íslenskri húsagerð úr annarri átt en áður hefur verið
gert. Höfundur ræðir marga byggingarsögulega þætti í íslenskum húsum
á tímabilinu fyrir 1900 í ljósi sinna niðurstaðna, tréverk, herbergjaskipan,
torfkirkjur, lokrekkjur og baðstofuna að ógleymdum gangabæjarrann-
sóknum Harðar Ágústssonar.
Bókin minnir einnig á að þrátt fyrir að ýmislegt skilji að íslenska og f®r'
eyska húsagerðarhefð í einstökum atriðum eru Færeyjar og ísland á na-
lægum slóðum. Á fyrri öldum hefur verið litið á þessar eyjar Atlantshafs-
ins sem nátengdar og erlendir rannsakendur, ferðamenn og fræðimerm
skoðuðu oftar en ekki bæði samfélögin. Frumkvöðlar í rannsóknum og
skráningu byggingararfsins voru hinir sömu á íslandi og Færeyjum.
Auk þeirra niðurstaðna sem Stoklund kemst að um húsagerðir og bygg'
ingar við norðanvert Atlantshaf tel ég að ekki sé síst fengur fyrir íslensk-
ar rannsóknir að líta til bókar þessarar sem aðferðafræðilegrar fyrirmynd-
ar. Með áhugaverðum hætti tekst höfundi að tengja saman og nýta sér að-