Saga - 1998, Blaðsíða 370
368
RITFREGNIR
um jafnan verið notuð af misvellesnum og misvelviljuðum mönnum sem
dæmi um eðlislæga andstöðu bænda gegn framförum!
Annað stórmál sem Einar Hjörleifsson tengdist á þessu tímabili var
„Blaðamannaávarpið" 1906, en í þeirri yfirlýsingu slíðruðu ritstjórar
hinna stríðandi blaða sverðin og skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu
þar sem settar voru fram helstu kröfur íslendinga f sjálfstjórnarmálinu.
Gils Guðmundsson segir (bls. 138) að Einar Hjörleifsson hafi átt mikinn
hlut í að semja ávarp þetta, sem „vakti mjög mikla athygli og umræður og
hafði veruleg áhrif á þróun mála ", og jafnvel að hugmyndin hafi verið frá
honum komin. I bók sinni Væringinn mikli (1990) hefur Gils það hins veg-
ar eftir Benedikt Sveinssyni (yngra) að Einar Benediktsson hefði komið
austan úr Rangárvallasýslu og gengist fyrir því að unnið yrði að sam-
komulagi meðal íslenskra blaðamanna um kröfur þær, er halda skyldi
fram af íslands hálfu í fyrirhugaðri milliþinganefnd Dana og íslendinga.
„Kröfur þessar stílaði Einar [Benediktsson] endanlega í samráði við tvo
menn aðra, dró atriðin saman og setti í form" (Væringinn mikli, bls. 165).
Og svipað hefur Guðjón Friðriksson eftir Einari Benediktssyni sjálfum.
I árslok 1906 ákvað Einar Hjörleifsson að láta af blaðamennsku og helga
sig ritstörfum. Var því vel tekið af öllum, enda jafnan miklar vonir við
hann bundnar sem rithöfund, og frá 1908 hafði hann rithöfundarlaun frá
Alþingi. Ekki gat hann þó sagt skilið við stjórnmálin, og átti m.a. eftir að
fara tvisvar í framboð aftur - þegar hér var komið hafði hann fallið fyrir
Lárusi H. Bjarnasyni á Snæfellsnesi haustið 1900 með mjög líkum hætti og
Einar Benediktsson þremur árum síðar - móti Kristjáni Jónssyni í Borgar-
fjarðarsýslu 1911 og sem 2. maður á lista í Reykjavík árið 1921 til að koma
Jóni Þorlákssyni verkfræðingi á þing. Þriðji maður á listanum var Ólafur
Thors, sem þarna fór fyrst í framboð. „Fleyg urðu orð skáldsins unga, Jóns
Thoroddsens, að fátt væri sameiginlegt með efstu mönnum listans annað
en það, að allir væru þeir kaupmenn, einn seldi sement, annar saltfisk og
sá þriðji sannfæringu sína" (bls. 223). Þarna var vísað til þess, að Einar var
þekktur sem „skáld smælingjanna" en skipaði sér þarna á lista hinna bet-
ur megandi. í ekkert skipti náði Einar kosningu, enda barðist hann jafnan
fyrir málstað fremur en sjálfum sér.
Meðal stórra vonbrigða í lífi Einars Hjörleifssonar var hin stormasama
ráðherratíð Björns Jónssonar 1908-11, sem hann hafði fagnað ákaflega. En
þegar hér var komið var Björn farinn á heilsu og stundum af þeim sökum
„nokkuð reikull í ráði" (bls. 201), enda snerist flokkur hans gegn honum
og Kristján Jónsson tók við embættinu. Einar Hjörleifsson hafði löngum
verið fylgjandi samfylkingu sem flestra íslendinga til að leiða sambands-
málið við Dani til lykta, og 1912 sneru gömlu vinirnir Einar og Hannes
Hafstein bökum saman og varð Einar hans styrkasti stuðningsmaður upp
frá því. Skömmu eftir að Hannes tók við ráðherradómi öðru sinni samein-