Saga - 1998, Blaðsíða 214
212
EINAR H. GUDMUNDSSON
stjörnunnar, og á fjórðu stund að morgni hins 16. var hún
komin að daufri stjörnu í tánni á vinstra fæti Perseus. Því
næst gekk hún í höfuð Medúsu og staðnæmdist þar í tvo
sólarhringa, en var þá orðin dauf og ógreinileg. En 25. des-
ember sást hún síðast um það bil þremur gráðum norðan
við höfuð Medúsu. Hún sást alla nóttina yfir sjóndeildar-
hring, og Gísli segist hafa mælt suðurhæð hennar 68 gráð-
ur en norðurhæð 13 gráður. Með því að bera saman mis-
mun þessara talna við breidd Skálholts, þar sem athugunin
var gerð, en hún er 64 gráður og 14 mínútur, þá hafi hliðrun-
in reynst þrjár gráður og 17 mínútur. Af því leiði að hún hafi
verið undir tungli á himni, og af því ályktar hann að hún
hafi ekki verið lengra frá jörðu en hálft ummál hennar.56
Ljóst er af þessari lýsingu að hún er eftir mann, sem er vel að sér
í stjörnufræði. Hún ber af öðrum frásögnum íslendinga af fyrir-
bærum af þessu tagi, ekki aðeins af halastjörnunni 1652 heldur og
einnig öllum öðrum halastjörnum, sem getið er um í íslenskum
heimildum, allt fram á daga Björns Gunnlaugssonar.57 Að hætti
56 P. H. Resen, Islandslýsing, bls. 285-87. Rétt er að benda á, að dagsetningar í
lýsingunni á halastjömunni em samkvæmt gamla stíl (júlíanska tímatalinu).
Þetta á reyndar við allar dagsetningar í grein þessari er tengjast atburðum
á íslandi fyrir 17. nóvember árið 1700, en þá var hinn nýi stíll (gregoríanska
tímatalið) tekinn upp hér á landi. Samkvæmt nýja stfl sást halastjarnan þvi
á sunnanverðu landinu frá 20. desember 1652 til 4. janúar 1653. Þessar dag-
setningar ber að hafa í huga, þegar lýsing Gísla á halastjörnunni er borin
saman við lýsingar manna í Iöndum þar sem nýi stfll hafði þegar verið inn-
leiddur.
57 Halastjörnur hafa jafnan vakið mikla athygli, jafnt hér á landi sem annars
staðar. Mjög oft er getið um þær í íslenskum annálum og er þá oftar en ekki
reynt að tengja komu þeirra viðsjárverðum tíðindum. Sjá í þessu sambandi
greinar Árna Hjartarsonar, „Halastjarnan Halley í íslenskum heimildum
og „Halastjörnur, sólmyrkvar, eldgos og áreiðanleiki annála". Lýsingar a
halastjörnum eru einnig til í handritum, en um þær gildir hið sama og ann-
álalýsingarnar að þær eru flestar mjög ófullkomnar, að minnsta kosti séð
frá sjónarhóli stjörnufræðinga. Þekktasta íslenska handritið um halastjörn-
ur er væntanlega iðrunarprédikun Páls í Selárdal út af komu halastjörn-
unnar 1680. Eftir daga Gísla Einarssonar er fyrstu nákvæmu lýsingarnar á
halastjörnum, sem byggðar eru á eigin athugunum íslendings, að finna i
verkum Björns Gunnlaugssonar um halastjörnurnar 1826 og 1858.