Saga - 1998, Blaðsíða 188
186
EINAR H. GUÐMUNDSSON
íslendingurinn sem lagði sérstaklega stund á stærðfræðilegar
greinar í háskóla og hann var jafnframt fyrsti íslenski kennarinn í
þeim fræðum, skipaður með konungsbréfi hinn 7. apríl 1649 til að
kenna reikningslist, flatarmálsfræði og stjörnufræði við latínu-
skólann í Skálholti. Hann varð síðan skólameistari 1651 og hélt
því embætti tiltölulega lengi eða í rúm tíu ár, þar til hann varð
prestur á Helgafelli á Snæfellsnesi. Þar starfaði hann til æviloka,
en hann dó 67 ára gamall árið 1688.2 f Fitjaannál fær Gísli þau eft-
irmæli að hann hafi verið „lærður maður og bezti Astronomus hér
í landi", og í Skólameistarasögum segir að hann hafi verið „einn
hinn lærðasti maður hér í landi í Arithmetica og stjörnumeistara-
kunst".3
Eftir því sem næst verður komist fæddist Gísli árið 1621. For-
eldrar hans voru Einar Pétursson bóndi í Vík í Mýrdal og kona
hans Kristín Gísladóttir prests í Hvammi í Hvammssveit og fyrr-
um skólameistara í Skálholti. Einar var sonarsonur Magnúsar
Arnasonar í Djúpadal og því kominn í beinan karllegg af Lofti
ríka.
Gísli stundaði nám í Skálholtsskóla og hefur að öllum líkindum
lokið þaðan stúdentsprófi vorið 1644. Hann hefur því notið góðs
af umsjón og kennslu Brynjólfs Sveinssonar (1605-75), sem tekið
hafði við embætti biskups í Skálholti árið 1639. Að prófi loknu
sigldi Gísli til Kaupmannahafnar og var skráður í tölu stúdenta
við Hafnarháskóla 2. desember 1644.
Því miður eru upplýsingar um Gísla af skornum skammti og
á það sérstaklega við um nám hans, kennslu og fræðastörf.
Hins vegar er í flestum ævisagnaritum sagt frá nokkrum frekar
2 Helstu heimildir um ævi Gfsla sem stuðst hefur verið við í þessari grein
eru: Skólameistarasögur Jóns Halldórssonar og Vigfúsar Jónssonar, bls.
139—12. - Janus Jónsson, „Saga latínuskóla á íslandi til 1846", bls. 56-57. -
Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands II, bls. 68-70. - Bjarni Jónsson
frá Unnarholti, lslenzkir Hafnarstúdentar, bls. 24-25. - Páll Eggert Ólason,
Saga íslendinga V, bls. 223-24. - Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár II, bls.
46—47. - Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna. - Sighvatur Grímsson,
Prestaæfir, 8. bindi, bls. 522-27. - H. Ehrencron-Muller, Forfatterlexikon om-
fattende Danmark, Norge og Island intil 1814 II, bls. 431.
3 Annálar 1400-1800 11, bls. 279. - Jón Halldórsson og Vigfús Jónsson, Skóla-
meistarasögur, bls. 141.