Saga - 1999, Page 7
Formáli
Allir þeir, sem fylgst hafa með því sem verið hefur að gerast
á vettvangi íslenskrar sagnfræði hin síðari ár, munu vænt-
anlega geta lokið upp einum munni um, að þar hafi verið mikil
gróska. Fjölmargir nýir fræðimenn hafa haslað sér völl við hlið
þeirra sem fyrir voru, rannsóknarefnin hafa orðið fjölbreyttari og
sama má segja um sjónarhorn manna gagnvart rannsóknarefn-
unum. Islenska söguþingið var áþreifanlegt sannindamerki alls
þessa. Þá hefur útgefnum ritum um sagnfræðileg efni farið jafnt
og þétt fjölgandi, eins og ritstjórn Sögu og ekki síður lesendur hafa
orðið varir við, með vaxandi fjölda ritdóma, sem birst hafa í tíma-
ritinu. En er þá ekki allt í lukkunnar velstandi? Þótt ekki sé ástæða
til að mála skrattann á vegginn, má samt draga í efa að svo sé, og
skal hér bent á tvennt því til stuðnings. Margt bendir til, að saga
og söguleg viðfangsefni eigi nú um stundir minni hljómgrunn hjá
stórum hluta þjóðarinnar en var til skamms tíma. Vafalaust má að
einhverju leyti rekja þetta til örra þjóðfélagsbreytinga, sem gengið
hafa yfir og fært hafa með sér ógnarlegt framboð á hvers konar af-
þreyingu og tómstundagamni. Það þarf sannarlega staðfestu við
önnur hugðarefni til að standast öll þau áreiti. Ef sagnfræðingar
eiga að ná aftur vopnum sínum í hinni harðvítugu samkeppni um
athygli fólksins í landinu verða þeir óhjákvæmilega að hyggja
meir og betur en gert hefur verið að miðlun fræða sinna. Sú álykt-
un leiðir okkur að öðru atriði, sem stingur æ oftar í augu í seinni
tíð. Fjölmiðlar af ýmsu tagi, ekki síst útvarp og sjónvarp, leita iðu-
lega til „álitsgjafa" af ýmsu tagi, þegar stórmál eru til umfjöllunar.
I þeim efnum hefur sú þróun verið áberandi að undanförnu að
iðulega er fremur leitað til annarra fræðimanna en sagnfræðinga,
jafnvel þótt söguleg nálgun að viðfangsefninu sé vænlegri til
skilnings á því en nokkur önnur aðferð. Hvað veldur? Sömu til-
hneigingar gætir hjá ýmsum aðilum, sem efna til ráðstefna og
málþinga um margvísleg efni. Þar liggur hið sögulega sjónarhorn
allt of oft óbætt hjá garði, þótt það gæti orðið til mikils skilnings-
auka á viðkomandi viðfangsefni og frjóvgað umræðuna. Þessu
þarf að breyta, og hér hafa sagnfræðingar verk að vinna, sem eng-
inn annar getur unnið fyrir þá.