Saga - 1999, Side 21
ÍSLANDS ÁSTMEGIR OG ÞRÆLAR
19
Höfuðskepnur
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, fæddur að Uppsölum í Eyjafirði 1879,
fór til Kanada árið 1901 og settist að í Winnipeg, þar sem hann ól
niest allan sinn aldur eftir það.51 fyrsta bindi sínu af Sögu Islend-
inga í Vesturheimi, sem gefið var út árið 1940, gerir Þorsteinn upp
reikningana við náttúru Islands. Þar segir að önnur af meginor-
sökum fyrir Brasilíuferðum Þingeyinga, sem mörkuðu upphaf
vesturferða, hafi verið „þúsund ára harðindasaga elda og ísa ... að
með taldri innlendri og erlendri kúgun, harðstjórn, einokun og
drepandi verzlunar-ólagi, allar seinni aldirnar ... ,"6 Þessa harð-
indasögu útlistar hann skilmerkilega á 60 blaðsíðum en hún er
jafnframt undirtónn bókarinnar frá upphafi til enda.7 Lýsingar
Þorsteins á því sem íslendingar hafi mátt þola í aldanna rás eru
omyrkar. Eldgosin segir hann einn sterkasta hlekkinn í þeirri
keðju sem olli vesturferðum og þá ekki síst Dyngjufjallagosið
1875. Það hafi verið aldarminning Skaftárelda og kynt rækilega
undir útflutningi fólks um allt land.8 Og eftir að hafa dregið upp
magnaðar myndir af áhrifum kuldans, kemst Þorsteinn að þessari
niðurstöðu:
Island [er] svo einangrað á hnetti þessum, að þrátt fyrir all-
an flýtirinn loftleiðis, sjóleiðis og landleiðis, sem okkar tím-
ar eiga yfir að ráða ... þá getur það samt sem áður lent í stór-
kostlegri hættu innan frá, hve nær sem höfuðskepnurnar
endurtaka tröllaslag hinna viltu náttúruafla.9
Framan af voru vesturfarar mjög harðorðir í garð íslands. Fyrsta
islenska blaðið í Ameríku, Framfari, var frá upphafi vettvangur
mikillar gagnrýni á gamla landið. Til dæmis fékk ísland það
óþvegið, bæði í bundnu og óbundnu máli, þann 5. apríl 1878. Þar
birtist ísköld kveðja í 44 erindum, yfirlýsing um að á íslandi væri
óHft, og hún hófst á þessum orðum: „Eg elska þig lítið eða alls
ekki neitt, / þú íslenska brennisteins- „pæla"... ." í kvæðinu er
5 Stefán Einarsson, íslensk bókmenntasaga, bls. 466.
6 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga íslendinga í Vesturheimi I, bls. 72-73.
^ Sama heimild. Sjá einkum bls. 21-80, kaflana „Elda", „ísa" og „Útþrá og
illæri".
8 Sama heimild, bls. 41.
9 Sama heimild, bls. 54-55.