Saga - 1999, Page 22
20
STEINÞÓR HEIÐARSSON
líka minnst á eldgos, stórhríðar, hafís, ánauð, jökulár, fjárkláða, fá-
tækt og fleira. A þessu „óhappa landi," íslandi, er einskis að sakna
nema vina og vandamanna, en í Vesturheimi er frelsið að finna.10
I sama tölublaði er geysilega óvægin grein um Ísland, sem ætlað
er að sanna að saga þess sé frá upphafí byggðar einskær saga
hungurs og harmkvæla. Sú raunatala er rakin með svipuðum lýs-
ingum og hjá Þorsteini Þ. Þorsteinssyni og ályktað að íslendingar
muni ávallt verða eftirbátar annarra þjóða á flestum sviðum
vegna margra og stórra ókosta íslands.* 11 Þetta töldu sumir sjást á
því að við komuna til nýja heimsins væru íslendingar yfirleitt eins
og komnir upp úr koppi. Þeir kynnu lítið sem ekkert fyrir sér
vegna þess að þekking bærist varla til afskekktra landa eins og ís-
lands, enda væri það ekkert annað en „eyðisker sem enginn ætti
að byggja."12 Heimskringla sagði íslendinga í Ameríku „vinna meir,
hugsa meir og lifa meir - en áður."13 Og fyrir kom að menn köll-
uðu það þjóðarógæfu að hafa sest að á íslandi í stað þess að feta
strax í fótspor Leifs heppna.14
Auðvitað stóðst ísland illa samanburð við Kanada, ekki síst hjá
fólki sem langaði til að eignast jarðnæði og geta lifað af því með
sóma. Eftir aðeins tvö ár í Nýja-íslandi þóttust menn hafa komist
að raun um að veður var þar ólíkt betra og munaði mest um still-
ur, bjartviðri og reglubundið tíðarfar.15 Blaðið Lögberg ráðlagði öll-
um þeim bændum sem ekki gætu lifað af landbúnaði á íslandi að
flytja vestur, þar borgaði sig að yrkja landið og menn hefðu það
langtum betra en á Fróni.16
I bréfum kveður við áþekkan tón. Eftir þrjú ár í Ameríku, sagði
Skafti Arason í bréfi til frænda síns, Snorra Jónssonar á Þverá í
Laxárdal, að sums staðar hefði hann séð „hrjóstrugt og ljótt land,
10 Framfari 5. apríl 1878 (B. S., „Kveðja Ameríkufara til íslands.").
11 Framfari 5. apríl 1878 („Eru íslendingar bomir til ævarandi hungurs og
harmkvæla?").
12 Heimskringla 1. nóvember 1886. - Sjá einnig: Heimskringlu 10. apríl 1902
(Erlingur Júlíus ísleifsson). - Skafti Arason, „Úr Ameríkubréfum", bls. 526.
13 Heimskringla 30. september 1886.
14 Lögberg 21. mars og 4. apríl 1888.
15 Framfari 22. desember 1877 (Jóhann Briem).
16 Lögberg 30. mars 1899.