Saga - 1999, Page 23
ÍSLANDS ÁSTMEGIR OG ÞRÆLAR
21
grýtt og sendið, en þó ... alls staðar björgulegra en heima á gamla
Islandi að því leyti, er landkosti og veðursæld snertir."17
Þótt viðhorf af þessu tagi hafi einkum verið áberandi fram til
1890, voru þau engan veginn útdauð eftir það. í því sambandi má
benda á magnaða ræðu fyrir minni Kanada, sem Baldvin L. Bald-
vinsson hélt á íslendingadegi 1901.18 Og Heimskringla lét af og til í
það skína fram undir 1914 að á íslandi væri ekki að finna nein
landgæði sem heitið gætu miðað við það sem menn þekktu í
Kanada.19
Undir lok níunda áratugarins tók afstaðan til Islands að mýkjast
°g með tímanum urðu þær raddir sífellt fleiri, sem fjölluðu um
gamla landið á annan og jákvæðari hátt en hér hefur verið greint
frá. Þetta má glöggt sjá í íslendingadagsræðum, sem framan af
einkenndust af hlutlægri umfjöllun og því sem kalla mætti fyrir-
gefningu harðréttisins. Jón Ólafsson ritstjóri sagði þetta 1890:
Þegar vjer, íslenzkir menn og konur; Islands börn, komum
saman hjer í dag til að minnast vorrar fornu, fjarlægu fóstur
jarðar, þá er það ekki af því, að okkar fósturjörð sje það göf-
ugri, frægari, betri, merkari en önnur lönd ... Það að vjer
elskum Island ... fram yfir öll önnur lönd ... það er ekki ár-
angur af neinum þessleiðis rökstuddum skynsemisályktun-
um, sem vjer drögum af kostum hennar. En tilfinningar vorar
eru eins rjettmætar, eins eðlilegar fyrir því... Þær hvíla á
náttúrulögmáli. ... Ekki er það heldur fyrir það, að Island
17 Skafti Arason, „Úr Ameríkubréfum", bls. 510. Skafti ítrekaði þessa skoðun
sína nokkru síðar, sbr. bls. 574. - Svipuð viðhorf má finna í fyrirlestri Jóns
Bjamasonar, Island aö blása upp, bls. 4-5.
18 Baldvin sagði m.a. að það þýddi lítið fyrir Islendinga að „gorta" af fiski-
miðum sínum þar sem miðin á Nýfundnalandsgrunni væm miklu auð-
ugri: „Hér lifa 500,000 manns af þessum mikla og arðsama atvinnuvegi...
A Islandi em ekki 80,000 munnar til að neyta þeirrar fæðu, þótt þér teljið
hundana með." Heimskringla 22. ágúst 1901 („Fyrir minni Canada. 2. ágúst
1901.") - Vestur-íslendingar komu saman í fyrsta sinn til að minnast upp-
runa síns og ættjarðar í Winnipeg 2. ágúst 1890. Þessi samkoma varð ár-
viss viðburður og var nefnd Islendingadagur. Sjá Þorstein Þ. Þorsteinsson,
Saga Islendinga í Vesturheimi I, bls. 144.
19 Dæmi: Heimskringla 11. september 1902 („Föðurlandsást."). - Heimskringla
12. september 1912.