Saga - 1999, Page 25
ÍSLANDS ÁSTMEGIR OG ÞRÆLAR
23
Það er óskaland íslenzkt,
sem að yfir þú býr -
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr .. .25
Eins og þversögnin í síðustu hendingunni ber með sér, láta menn
ekki staðar numið við að lofa fegurðina heldur dást að þeim eig-
mleikum, sem áður höfðu hvað harðast verið dæmdir. Loftslagið
er talið með því besta sem hugsast getur. Það er svalt og kælandi,
laust við hitasvækjur og þurrka. Andrúmsloftið heilnæm blanda
af vatnsgufu, særaka og brennisteinsgufum sem stíga upp úr jörð-
inni.26 Skyndilega er það sveipað töfraljóma að einmitt í íslenskri
náttúru geti allt brunnið og frosið ef svo ber undir: „Á allri jörð-
þnni eru ekki til eins stórkostleg lands-„temperament" eins og á
Islandi: ólgandi glóð og nístandi ís, eyðisandar, beljandi elfur,
fossar, fjöll og firnindi... ."27 Þetta ísland var auðvitað ekki til, það
var aðeins draumsýn þeirra sem voru víðs fjarri heimahögunum.
Umræðan um gögn og gæði íslands tók aðra nýja stefnu upp úr
aldamótunum. Þá gengu menn út frá því að vandinn lægi hjá fólk-
lnu en ekki í landinu sjálfu. Því var ekki andmælt að ísland væri
afskekkt og aftarlega á merinni í mörgu tilliti. Öll lönd yrðu samt
að dæmast eftir því, hvaða gæði þau ættu í sér fólgin en ekki eftir
efnahag íbúanna. Þekkingarskortur varð lykilorðið, íslendingar
Eynnu fæstir að leiða brauðið út af jörðinni og gætu ekki heimtað
að landið færði þeim lífsbjörgina upp í hendurnar.28
Sumir tóku hreina bókstafstrú á þessi fólgnu gæði og sáu þau í
oaiklum hillingum. Það var fullyrt að á íslandi lægju fjölmargar
25 Stephan G. Stephansson, Andvökur I, bls. 159.
26 Heimskringla 22. desember 1904 (K[ristján] Ásg[eir] Benediktsson, „ís-
land.").
27 Heimskringla 14. ágúst 1902 (Bjarni Þórarinsson, „íslands ræða. 2. ágúst
1902.").
28 Heimskringla 6. mars 1902 (Kristján Ásgeir Benediktsson). - Heimskringla 6.
október 1904 (Jónas J. Hunford). - Heimskringla 5. september 1912 (S. E.,
„Deilan."). - Þetta viðhorf má líka sjá í bréfum vesturfara, t.d. hjá Skafta
Arasyni sem árið 1896 sagði marga hafa komist að því þegar þeir væru
„búnir að fara kringum hálfan hnöttinn ... að þeir hefðu getað bætt kjör sín
heima á gamla landinu." Sjá Skafta Arason, „Úr Ameríkubréfum", bls. 595.