Saga - 1999, Page 26
24
STEINÞÓR HEIÐARSSON
auðlindir í jörðu. Ekki aðeins járn, silfurberg, kalk, kol, brenni-
steinn, gull og silfur heldur jafnvel demantar og olía.29 Vatnsaflið
á Islandi knúði líka myllu draumóranna á sinn hátt, þar komu við
sögu bæði möguleikar á raforkuframleiðslu og áveitufram-
kvæmdum.30 Asgeir Tryggvi Friðgeirsson sagði að Edison væri að
umskapa heiminn með rafmagninu og vatnið á íslandi gæti „unn-
ið mörg þúsund króna virði á degi hverjum ef það er vel beislað
... ."31 Jóhannes Halldórsson var líka yfir sig hrifinn af raforkunni
og fannst tilvalið að virkja Laxá í Aðaldal til að „mala upp allt
hraunið og gjöra það að áburði og verslunarvöru ... ,"32
Þótt Aðaldalshraun sé enn á sínum stað, höfðu þeir Jóhannes og
Asgeir rétt fyrir sér um notagildi vatnsorkunnar á Islandi. En því
var sannarlega ekki að heilsa um marga aðra fjársjóði sem þar áttu
að liggja fyrir hunda og manna fótum. Það hafði vissulega verið
reynt að vinna ýmis efni úr íslenskri jörð, s.s. brennistein,33 kalk34
og silfurberg.35 Arangurinn gaf alls ekki tilefni til vangaveltna um
stórfellda námavinnslu á Islandi. Hugmyndir um járnvinnslu
voru byggðar á sandi. Gull og silfur hafði aldrei verið grafið úr ís-
lenskri jörð, svo ekki sé nú talað um olíu og demanta. I þessari
umræðu er það bersýnilega óskalandið sem tekur á sig nýja
mynd.
Tengsl manns og moldar
Vestur-íslendingar töldu þjóðina bera þess greinileg merki að hafa
öldum saman átt í stöðugri rimmu við höfuðskepnurnar. Þorsteini
Þ. fannst að saga jarðeldanna ein nægði til að sanna að landsmenn
hefðu aldrei getað verið öruggir um líf sitt og framtíð: „Þess vegna
29 Heimskringla 22. desember 1904 (Kristján Ásgeir Benediktsson). - Lögberg
18. september 1902 (Amór Ámason, „Framtíð íslands.").
30 Heimskringla 23. maí 1907 (A. J. Johnson, „Stórkostlegt fyrirtæki á ís-
landi.").
31 Lbs. 4941, 4to. Ásgeir Tr. Friðgeirsson til Steingríms Jónssonar 21. nóvem-
ber 1906.
32 Lbs. 4416, 4to. Jóhannes Halldórsson til Benedikts Jónssonar 27. júh' 1913.
33 Sveinn Þórðarson, „Hitt og þetta", bls. 60-63.
34 Bjöm Kristjánsson, „Kalkiðnaður í Mógilsá", bls. 81-82.
35 Helgi Hermann Eiríksson, „Silfurberg", bls. 77-79.