Saga - 1999, Page 27
ÍSLANDS ÁSTMEGIR OG ÞRÆLAR
25
er enginn vafi á því, að dýpst í sál íslendinga bjó eldgamall uggur
við landið, frá kyni til kyns. Það sýna spárnar bezt, sem oftast
v°ru hrakspár, og rættust því furðanlega."36 Ef þessi fullyrðing
Væi'i rétt, að Islendingar hafi í raun óttast landið og nánast hatað
það, þyrfti auðvitað ekki að leita víða að skýringum vesturferða.
Þá hefði legið beint við að flytja sig af hættusvæðinu þegar leiðin
H1 Ameríku opnaðist. En umræðan í vestur-íslensku blöðunum í
hmans rás sýnir að málið var flóknara en svo.
Að mati Vestur-íslendinga voru áhrif harðréttisins aðallega af
tvennum toga. Annað var það að tröllaslagur náttúruaflanna hefði
~ í félagi við erlenda stjórn - farið langt með að drepa allan kjark
°S dug úr íslensku þjóðinni. Það var ekki svo lítið afrek meðal af-
komenda víkinganna, heimsfrægu og hugdjörfu garpanna sem
höfðu sigrað Norðurlönd og síðar alla Evrópu.37 Séra Jónas A. Sig-
urðsson leiddi getum að því 1899 að kuldi landsins ætti þátt í
//hinum andlegu ísalögum, snjóflóðum og skriðjöklum," sem víða
stæðu andlegum gróðri fyrir þrifum.38 Því var líka haldið fram í
Heimskringlu sama ár að íslenskt landslag ætti drjúgan þátt í
þeirri miklu svartsýni sem þá þótti ríkja á íslandi: „Hin hrikalega
uattúra innrætir strax hjá barninu einræni og þunglyndi, sem við-
helst að meira og minna leyti æfina út."39
Hvað sem annars má um þessa kenningu segja, kemur hún
nokkuð skringilega fyrir sjónir miðað við það, sem blaðið sagði í
upptalningu á kostum íslands fáum mánuðum áður. Þá var það
talið „líklegt til að framleiða hrausta og harðfenga þjóð, og svip-
mikið, breytilegt landslag til að vekja göfugan hugsunarhátt... ,"40
Þar er komið að hinum meginþættinum í þessum hugmyndum,
að Islendingar væru einmitt hraustmenni upp til hópa, vegna þess
hve baráttan við fjandsamlegt umhverfið á íslandi hefði hert í
niönnum stálið. Þetta viðhorf er talsvert áberandi í söguritun Vest-
ur-íslendinga. Gott dæmi er hvernig Richard Beck þakkar vel-
36 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga íslendinga í Vesturheimi I, bls. 41.
37 Sjá t.d. Heimskringlu 1. desember 1887 (Frímann B. Anderson). (Frímann
tók sér þetta nafn eftir komuna til Ameríku, upphaflega skrifaði hann sig
Arngrímsson.)
38 Lögberg 6. apríl 1899.
39 Heimskringla 17. janúar 1889.
40 Heimskringla 6. september 1888 („Hallærið á íslandi.").