Saga - 1999, Side 28
26
STEINÞÓR HEIÐARSSON
gengni íslendinga í Ameríku beinlínis þúsund ára örlagaríkri
sögu þjóðarinnar:
Og sú saga varð þeim, í brautryðjenda-baráttu þeirra, upp-
spretta orku og vængur til flugs yfir fjallgarða erfiðleikanna
... Samanofinn hinni mikilvægu sögulegu arfleifð, sem ís-
lenzkir landnámsmenn og konur fluttu með sér hingað til
Vesturheims var hinn margþætti íslenzki menningararfur,
hertur í eldraunum öld eftir öld, sem skilið hafði gullið frá
soranum, kjarnann frá hisminu.41
Walter J. Lindal fetar sömu slóð í bók sinni um Islendinga í
Kanada. Hann gengur algerlega út frá því að hver þjóð sé afurð
síns nánasta umhverfis og tekur upp þá kenningu Arnolds J.
Toynbees að mannshugurinn þróist mest og sé virkastur þar sem
andstreymi sé hæfilega mikið.42
I samræmi við þetta töldu menn sig merkja breytingu á hugar-
fari útflytjenda við búsetubreytinguna. Heimskringla vakti máls á
þessu 1888 og sagði slíkt reyndar óhjákvæmilegt þar sem fjalla-
þjóðir hneigðust til höfðingjastjórnar, frægðar og lista en sléttu-
þjóðir að lýðstjórn, iðnaði og auði.43 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson full-
yrti í ræðu fyrir minni fjallkonunnar árið 1912, að tíðarandi slétt-
41 Richard Beck, „Ættland vort og erfðir", bls. 36-37. - Paul Reykdal, „Lund-
ar District from 1887 to 1947", bls. 23. Þessi sama skoðun kemur mjög skýrt
fram í sumum hátíðarræðum Vestur-Islendinga. Þá var jafnvel vísað til
dæmisögunnar um höggorminn í Paradís og varað við því, að hin góðu
lífskjör í Ameríku gætu spillt íslensku hetjulundinni. Sjá Heimskringlu 29.
ágúst 1889 (Jónas Jónasson, „Þjóðhátíðar-ræða flutt að Mountain 4. júlí
1889.").
42 Walter J. Lindal, The Icelanders in Canada, bls. 54—55. - Toynbee gerir ráð
fyrir að hið þroskandi mótlæti sé þrenns konar: Utanaðkomandi áföll eins
og innrásir erlendra herja, utanaðkomandi þrýstingur, t.d. ögranir annarra
þjóðarbrota og áföll heima fyrir, s.s. slysfarir af völdum náttúrunnar eða
manna. Miðað við lýsingu Toynbees á kjöraðstæðum fyrir mannshugann
(optimum) telur Lindal að það eigi við um ísland. Sjá Arnold J. Toynbee,
A Study of History, bls. 88-139. - Einnig má benda á Wilhelm Kristjanson,
The Icelandic People in Manitoba. - Til gamans má geta þess að hugmyndir
um áhrif hinna miklu andstæðna voru enn á dögum um 1980 og nægir þar
að benda á rit eins og John Matthiasson, „The Icelandic Canadians", og
Richard F. Tomasson, Iceland.
43 Heimskringla 2. og 9. ágúst 1888 („Sameining."). Beina tilvitnunin er í blað-
inu frá 9. ágúst.