Saga - 1999, Síða 34
32
STEINÞÓR HEIÐARSSON
Margmennasti flokkur vesturfara var unga fólkið, ein-
hleypa fólkið, vinnumenn og vinnukonur, enda hafði engin
stétt á Islandi við annað eins ófrelsi að stríða. Vistarbands-
skyldan á íslandi var að minsta kosti vestan hafs nefnt hið
aumasta þrælaband, og kjör þau, er vinnufólk átti alment
við að búa ... hin aumustu þrælakjör.68
Lögberg lýsti sérstakri ánægju með þá breytingu, sem varð á hög-
um búlausra Islendinga þegar vistarskyldan var afnumin og taldi
það ótvírætt framfaramerki.69 Lögbundnum höftum af því tagi var
ekki fyrir að fara í Ameríku en ekki þótti öllum sem vinnu-
mennska þar myndi vera neitt sældarbrauð. Sigurjón Kristófers-
son, bóndi úr Mývatnssveit, gekk svo langt að tala um „nokkurs
konar þrælahald" í þeim efnum.70 Skafti Arason, sem sjálfur kom
úr vinnumennsku á íslandi,71 lét að því liggja, að í Ameríku fengju
menn sannarlega að vinna fyrir kaupinu sínu. Bændur þar réðu
ekki menn til að flækjast, fljúgast á og tefja fyrir. Þar að auki þýddi
ekki að heimta alla hluti af vinnukonunum enda „ætti að kenna
vinnumönnum heima að þjóna sér sjálfir meira en þeir gera og
láta vinnukonurnar stunda sitt verk." 72
Því miður var afar lítið um það að konur í hópi vesturfara skrif-
uðu í blöðin. Kvennablaðið Freyja, gefið út af Margréti J. Benedicts-
son í Selkirk 1898-1910, breytti litlu þar um.73 Öll blaðaskrif, sem
vitnað hefur verið til hér að framan, eru eftir karla, í það minnsta
þar sem höfundur er kunnur á annað borð. Það kemur ekki á
óvart miðað við hvernig fræðslumálum var háttað á Islandi lengst
af 19. öldinni. En árið 1885 birtist grein í Leifi, sem lýsti hefð-
bundnum þrældómi kvenna á Islandi:
68 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga íslendinga í Vesturheimi I, bls. 173 - Jón Jóns-
son frá Sleðbrjót lýsti sömu skoðun í Lögbergi 23. maí 1894. - Athygli skal
vakin á því, að þessi söguskoðun Þorsteins náði engri hylli á íslandi fyrr
en 40 árum síðar eða um 1980. Sjá Gunnar Karlsson, „Hvemig verður ný
söguskoðun til", bls. 79-80.
69 Lögberg 23. maí 1894.
70 Sigurjón Kristófersson, „Sjö Ameríkubréf", bls. 134-35.
71 Júníus H. Kristinsson, Vesturfaraskrá, bls. 329.
72 Skafti Arason, „Ur Ameríkubréfum", bls. 547.
73 Sjá markmið útgefenda í fyrsta tölublaði Freyju, febrúar 1898 („Ávarp til
fólksins.").