Saga - 1999, Side 36
34
STEINÞÓR HEIÐARSSON
bera hnausa og grjót ... rífa hrís og höggva skógvið ... bera
heim taðhlaða af túnum til brenslu, bera þvotta á bakinu ...
mjólka ær og kýr, mala og þæfa ... Konur, sem hafa reynt
þetta, geta bezt borið um, hvort bak þeirra hefir ætíð verið
ómeitt. En það var ekki grenslast eftir því, sem þó var gert
við hesta ...74
Rósamunda Guðmundsdóttir skrifaði bréf til Landnemans í júlí
1893, og bar saman kjör vinnukvenna á íslandi og í Winnipeg.
Munurinn var í hennar augum geysimikill og þó kvaðst Rósa-
munda hafa verið í afar góðum vistum á íslandi. Eftir að venjuleg-
um vinnudegi Rósamundu lauk klukkan ellefu að kvöldi, þurfti
hún oft að þvo ogbæta bæði skó og sokka. Árslaunin voru 35 krón-
ur, smánarkaup sem engum Ameríkumanni hefði dottið í hug að
greiða fyrir mánaðarvinnu, sem þó var léttari:
Jeg hef aldrei unnið hjer nema við innanhús störf, aldrei
borið vatn, aldrei mjólkað ær nje kýr, aldrei þurft að bæta
nje þvo borgunarlaust eptir algengan vinnutíma; og því síð-
ur hef jeg staðið á blautum engjum við rakstur, eins og jeg
gjörði opt heima. ... Vinnukonan er hjer ekki þræll annara
frekar en hún vill. Þegar hennar vinnutími er úti, er hún
frjáls, og húsbændur hennar geta ekki skyldað hana til að
vinna nein aukastörf, kauplaust. Það á sjer óvíða stað, að
ónotum sje beitt hjer við vinnukonur af hálfu húsbændanna,
heldur er þeim jafnan sýnd sú kurteisi, sem óvíða er sýnd
alþýðukvennfólki á Islandi.75
Rósamunda fullyrti líka að engin kona í Vesturheimi væri látin
vinna eins langan vinnudag og hún hefði vanist á Islandi. Fyrir
vestan þurfti hún yfirleitt ekki að vinna meira en tíu tíma á dag,
og fékk allt að 20 dollurum fyrir mánaðarvinnu auk fæðis.76 Það
gerir tæplega 75 krónur á mánuði, og ef gert er ráð fyrir 70 krón-
um að jafnaði allan ársins hring, eru árslaunin 840 krónur.77 Það
74 Leifur 7. ágúst 1885. Þorsteinn Þ. hefur leitt sterk rök að því að þetta hafi
Kristrún Sveinungadóttir úr Kelduhverfi skrifað, sbr. Sögu Islendinga í Vest-
urheimi I, bls. 176. [Neðanmálsgrein.]
75 Landneminn, mars 1894.
76 Sama heimild.
77 Hagskinna, bls. 695. Dollarinn jafngilti 3 kr. og 73 aurum. - Laun karla voru
líka margfalt hærri vestanhafs en munur á verðlagi á Islandi og í Ameríku