Saga - 1999, Page 38
36
STEINÞÓR HEIÐARSSON
Frímann B. Arngrímsson skrifaði árið 1886 að nú væru íslend-
ingar aftur að verða göfug þjóð því frækornið „sem legið hefur í
dái um 6 aldir, hefur lifnað og breiðir út sín fyrstu laufblöð. Ný ís-
lenzk þjóð er að rísa upp í Vesturheimi."82
I Islendingadagsræðu árið 1901 dró Kristján Ásgeir Benedikts-
son upp afar skýrar myndir af Vestur-íslendingum og framtíðar-
markmiðum þeirra. Hann rakti hvernig útþrá Islendinga hefði
vaknað af dvala þegar fréttir bárust af landnámi hvítra manna í
Ameríku. Þá hefði hin fornfræga þjóð farið af stað og í fyrstu tek-
ið sér bólfestu innan um landnema af öðru þjóðerni. En fljótlega
hefði henni kippt í kynið og farandþráin rekið Islendinga lengra
en aðra menn, út í auðnina í Manitoba. Og Kristján var ekki að
leyna hugmyndum sínum um sérstöðu íslenska kynstofnsins:
Islendingar eru yfirleitt taldir af norrænum uppruna, en í
raun og veru eru þeir úrvals kynstofn af norrænum, dönsk-
um, sænskum, skozkum, írskum, enskum og suðureyskum
konungaættum og hermanna. Þetta voru þær göfugustu og
hraustustu ættir sem uppi voru á Norðurlöndum um síðari
hluta hinnar níundu aldar og fyrri hluta tíundu. Vegna yfir-
gangs og ofríkis fluttu þeir til Islands. ... Þá voru íslending-
ar hin mesta siglingaþjóð, mesta skáldþjóð, og framgjörn-
ustu og hepnustu landkönnunarmenn um allan Norður-
heim. ... Sýnist yður það vera þrælamót á ætterni voru?
Sýnist yður ... oss Islendingunum vera mægða vant við
Rauðskinnana hérna í Vesturheimi? Nei, ekki oss íslending-
unum, sem erum íðilkynjaðasta þjóð í öllum heimi. ... Ef
nokkur hvít þjóð á jörðinni á þetta land, þá eru það íslend-
ingar. ... Vesturheimur er erfða óðöl vor.83
Svíar gripu líka stundum til Leifs heppna þegar þeir vildu réttlæta
varðveislu þjóðernis síns í Ameríku. Þeir vísuðu þá til landnáms
Skandínava í Vesturheimi á miðöldum og töldu þá sögu sýna að
Svíþjóð væri í raun vagga frelsisins eins og Ameríka.84
82 Heimskrmgla 30. september 1886. Auðkennt þar.
83 Heimskringla 29. ágúst 1901. - Baldvin L. Baldvinsson var sömu skoðunar,
sbr. Heimskringlu 13. júlí 1899. - Hugmyndin var reyndar ekki ný af nál-
inni, Jón Ólafsson sá það fyrir sér að ef íslendingar næmu land í Alaska
gætu þeir orðið 100 milljónir á 3-4 öldum og lagt undir sig allt meginland-
ið frá Hudson-flóa til Kyrrahafs. Sjá Jón Ólafsson, Alaska, bls. 41.
84 Peter Thaler, „Concepts of Ethnicity."