Saga - 1999, Page 40
38
STEINÞÓR HEIÐARSSON
sannleikanum, þar sem nú er algengast, að flestir ljúgi meira en
um helming." 88
Sjálfhælni Vestur-íslendinga hafði annan og meiri tilgang en
þann að sjá skáldunum fyrir innblæstri. Þeir komu blásnauðir yfir
hafið og móðurmálið dugði skammt. Fyrir vikið þurftu þeir að
sætta sig við helmingskaup á við það sem enskumælandi menn
fengu.89 Sársaukinn yfir því hlýtur að hafa verið mikill, en Vestur-
íslendingar fóru afar leynt með hann. í kvæðabálkinum A ferð og
flugi frá 1898 tæpti Stephan G. á ýmsum leyndarmálum landa
sinna í Vesturheimi.90 Kjör þeirra í samkeppni þjóðanna voru á
meðal þess sem yfirleitt var ekki borið á torg. En það gat ekki
farið framhjá neinum, sem mældi götur Winnipeg, að íslendingar
áttu þar erfitt uppdráttar:
Fíver húsaröð þéttist, líkt standbergi steypt,
en strætið sem hamragil breitt.
Úr opnaðri jörðinni upp spruttu menn
með andlitin moldug og sveitt.
„Allt samlandar þínir," kvað sveitungi minn,
„jafnsauðþægir, löghlýðnir menn
að vinna okkar námur, er vænlegast fólk,
sem við höfum náð hingað enn."
„Ég trúi því naumast. Þeir ólust," kvað eg
„þó upp yfir jörð, þessir menn!
Þeir þola ekki að kviksetjast, klóra sig upp
úr kreppunni og skurðunum senn."91
Eftir fyrri heimsstyrjöld var þessi niðurlæging hins vegar ekkert
leyndarmál, kjör frumherjanna voru orðin hluti af þeim sagnaarfi
sem birtist í Islendingadagskvæðum:
Við komum með trefil og klæddir í ull,
Og kunnum ei enskuna að tala.
88 Kristján N. Júlíus, Vísmbók Káins, bls. 183. Stefán Einarsson hefur þetta
reyndar „Gunnar vildi heldur „go to hell"," en það stangast á við rímið í
kvæðinu. Sjá Stefán Einarsson, íslensk bókmenntasaga, bls. 461.
89 HSk. 225, 4to. Bjöm Andrésson til Andrésar Björnssonar 30. júlí 1877.
90 íslensk bókmenntasaga III, bls. 724-26.
91 Stephan G. Stephansson, Andvökur II, bls. 16.