Saga - 1999, Page 44
42
STEINÞÓR HEIÐARSSON
leiðingu margs konar tækninýjunga og varð fyrstur manna til að
gerilsneyða mjólk á Islandi.112
Þau draumórakenndu markmið sem lýst var í blöðum Vestur-
Islendinga og tilraunir þeirra til að stuðla að framförum á íslandi
sýna að þeir töldu sig eiga landi og þjóð vissa skuld að gjalda þrátt
fyrir allt. Þeir viðurkenndu aldrei neina ókosti við vesturferðir en
vildu samt einhvern veginn bæta fyrir brottflutninginn. Og þeir
gættu þess vandlega að týna ekki tungunni á fyrstu áratugum
landnámsins enda hefði það verið stórkostlegur ósigur í áróðurs-
stríðinu við andstæðinga vesturferða á Islandi. I því stríði voru
Vestur-íslendingar reknir áfram af sektarkenndinni, sem fylgdi
skiptingu hugans milli tveggja landa, því sú hætta vofði alltaf yfir
að menn vanræktu annað hvort.
MóÖurjörÖ, hvar maÖurfæðist...
„Náttúra íslands er svo sterk, jörð þess svo kjarnrík og lífseig, og
íslenzku sálinni er svo mikill máttur gefinn, að þeir, sem á íslandi
eru bornir og þar uppfóstraðir, eru þrælar þess eða ástmegir, eftir
ástæðum, hvert sem ferill þeirra liggur," sagði Þorsteinn Þ. Þor-
steinsson í fyrstu bók sinni um sögu Vestur-íslendinga.113 Því var
líka spáð í hátíðarræðum að þeir myndu með tímanum setja sárar
minningar frá íslandi til hliðar og hugsa til þess með hlýju. Og það
var ekki annað að heyra þegar Einar H. Kvaran kom alfarinn frá
Kanada til íslands árið 1895. Einar hélt þá fyrirlestur um Vestur-
Islendinga í Reykjavík, og sagði þetta um kveðjurnar að vestan:
Þeir báðu að heilsa ástvinunum fyrst og fremst ... Og þeir
báðu að heilsa svo mörgu öðru - ættjörðinni sinni allri, fjöll-
unum og fellunum, hálsunum og hlíðunum, lækjunum og
lautunum, grundunum og grösunum, og blessuðum hest-
unum - öllu báðu þeir að heilsa.114
Það er óþarft að fjalla frekar um þann sess, sem náttúra íslands
skipaði í hugum Vestur-íslendinga. En margur bóndinn minntist
líka búsmalans með nokkrum söknuði og þá sérstaklega íslenska
112 Þórunn Valdimarsdóttir, Sveitin viö sundin, bls. 130-31.
113 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga íslendinga í Vesturheimi I, bls. 246.
114 Einar Hjörleifsson [Kvaran], Vestur-íslendingar, bls. 34.