Saga - 1999, Page 45
ÍSLANDS ÁSTMEGIR OG ÞRÆLAR
43
hestsins.115 Mývetningurinn Sigurjón Kristófersson hafði reyndar
vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum, tók með sér sex kindur frá
Húsavík 1893 og sá ekki eftir því.116
Það var margs að sakna frá Islandi og við upptalningu Einars H.
varans má bæta íslenskunni sem var sárt saknað í málleysi frum-
yungsáranna.117 Og þess má til gamans geta að þótt sýslumanns-
sonurinn Árni Guðmundsen frá Litla-Hrauni hefði nóg flesk og
°g gæti vaðið síróp í hné á Washington-eyju, leitaði hugurinn
stundum heim til hangikjöts og lundabagga í föðurhúsum.118 Þor-
S^e*nn Þ. Þorsteinsson dregur enga dul á það, að margir hafi fund-
1 til óyndis og heimþrár í fyrstu. Þetta hafi verið alvanalegt með-
a Islendinga rétt eins og annarra þjóða, og margir óskað þess að
vera komnir heim aftur.119 Mörg vesturfarabréf bera þetta með sér,
einkunr þau sem skrifuð voru fyrstu árin í nýjum heimkynnum.120
Ef marka má vitnisburð Skafta Arasonar um ástandið meðal ís-
endinga í Kinmount 1875, áttu konurnar talsvert örðugra en karl-
arnir.121 mu heilli er lítið til af bréfum frá íslenskum konum í Vest-
Urheimi, væntanlega af sömu ástæðu og þær létu sjaldan til sín
laka á síðum blaðanna. Engin rök hníga að því að bréf kvenna
ah síður varðveist en þau sem karlar skrifuðu. Af þeim sem til-
I®k eru verður reyndar ekki séð að þeim liggi önnur mál á hjarta
en Eörlunum. Fréttir af tíðarfari, uppskeru og skepnuhöldum eru
angtum fyrirferðarmestar. Bréf Guðrúnar Ásmundsdóttur frá
vera í Fnjóskadal eru dæmigerð í þessu sambandi:
[Hjjer hafa verið 13 nautgripir á fóðrum í vetur n.l. 4 kír sem
við eigum (þær eiga allar að bera í vor) og 5ta sem fóðruð er
115 Sjá t.d. Lögberg 3. október 1912. - Lbs. 3182b. 4to. Hallgrímur Gíslason til
Friðriks Olgeirssonar 20. október 1877. - Lögberg 11. janúar 1912 (Árni Sig-
urðsson).
116 Sigurjón Kristófersson, „Sjö Ameríkubréf", bls. 126-27.
Lbs. 4416, 4to. Jóhannes Halldórsson til Benedikts Jónssonar 6. september
1874.
118 Árni Guðmundsen, „Nokkur bréf", bls. 55.
9 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga íslendinga í Vesturheimi I, bls. 207.
120 Daemi um þetta: Lbs. 3182b, 4to. Ámi Friðriksson til N.N. 10. október 1874.
- Lbs. 4416, 4to. Jóhannes Halldórsson til Benedikts Jónssonar 4. febrúar
1878. - Lbs. 3570, 4to. Friðgeir J. Bardal til Valdimars Ásmundssonar 19.
júní 1886.
121 Skafti Arason, „Úr Ameríkubréfum", bls. 509.